Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
   lau 30. maí 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Bayern getur náð tíu stiga forystu
Það eru fimm leikir á dagskrá í þýska boltanum í dag þar sem Augsburg á erfiðan leik á útivelli gegn Hertha Berlin.

Alfreð Finnbogason hefur misst af síðustu leikjum vegna meiðsla en heimamenn í Berlín styrktu hópinn mikið í janúar og hafa spilað afar sannfærandi fótbolta eftir Covid-19 hléð.

Ekkert gengur hjá David Wagner og lærisveinum hans í Schalke og hafa þeir tapað öllum þremur leikjum eftir hlé. Þeir taka á móti Werder Bremen, sem situr í fallsæti og mun spila til sigurs.

Mainz tekur þá á móti Hoffenheim á meðan Wolfsburg mætir Eintracht Frankfurt. Mainz og Frankfurt eru í fallbaráttunni á meðan Hoffenheim og Wolfsburg freista þess að ná síðasta Evrópudeildarsætinu.

Topplið FC Bayern tekur á móti fallbaráttuliði Fortuna Düsseldorf í lokaleik dagsins. Bayern er með sjö stiga forystu á Borussia Dortmund sem heimsækir botnlið Paderborn á morgun.

Viaplay er með sýningarréttinn á þýska boltanum.

Leikir dagsins:
13:30 Hertha Berlin - Augsburg
13:30 Mainz - Hoffenheim
13:30 Schalke - Werder Bremen
13:30 Wolfsburg - Frankfurt
16:30 FC Bayern - Dusseldorf
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 9 9 0 0 33 4 +29 27
2 RB Leipzig 9 7 1 1 19 10 +9 22
3 Dortmund 9 6 2 1 15 6 +9 20
4 Stuttgart 9 6 0 3 14 10 +4 18
5 Leverkusen 9 5 2 2 18 14 +4 17
6 Eintracht Frankfurt 9 4 2 3 22 19 +3 14
7 Hoffenheim 8 4 1 3 15 13 +2 13
8 Werder 9 3 3 3 13 17 -4 12
9 Köln 8 3 2 3 12 11 +1 11
10 Union Berlin 9 3 2 4 11 15 -4 11
11 Freiburg 9 2 4 3 11 13 -2 10
12 Wolfsburg 8 2 2 4 9 13 -4 8
13 Hamburger 8 2 2 4 7 11 -4 8
14 Augsburg 9 2 1 6 12 21 -9 7
15 St. Pauli 9 2 1 6 8 18 -10 7
16 Gladbach 9 1 3 5 10 18 -8 6
17 Mainz 9 1 2 6 10 17 -7 5
18 Heidenheim 9 1 2 6 8 17 -9 5
Athugasemdir