Branthwaite á lista Man Utd - Lampard vill ræða við Rangers - Messi ætlar að klára ferilinn í Argentínu
   þri 30. maí 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Marsch orðaður við Mónakó
Mynd: Getty Images
Bandaríski þjálfarinn Jesse Marsch er á lista hjá Mónakó í frönsku deildinni en þetta kemur fram í CBS.

Marsch var rekinn frá Leeds í febrúar en hann hefur verið án starfs síðan.

CBS greindi frá því í gær að Marsch væri líklegastur til að taka við bandaríska landsliðinu en það væru þó fleiri sem hefðu áhuga á að fá hann.

Mónakó er að íhuga það að skipta um þjálfara en það veltur allt á því hvort liðið komist í Evrópukeppni fyrir næsta tímabil.

Ein umferð er eftir í frönsku deildinni og er Mónakó með 65 stig í 6. sæti en liðið á möguleika á að komast í Sambandsdeildina. Það þarf þó að treysta á að Rennes og Lille tapi stigum og þá þarf Mónakó að vinna sinn leik.

Ef það tekst ekki þá verður Philippe Clement líklega látinn fara og er Marsch á lista hjá félaginu.

Marsch hefur áður þjálfað Leipzig, Salzburg, NY Red Bulls og Montreal Impact.
Athugasemdir
banner
banner