Olise eftirsóttur - Sádi-Arabía til í að galopna veskið fyrir Van Dijk - Margir orðaðir við Man Utd
   fim 30. maí 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Undav vill vera áfram hjá Stuttgart
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Þýski framherjinn Deniz Undav var keyptir til Brighton fyrir tveimur og hálfu ári og skoraði 8 mörk í 30 leikjum fyrir félagið, en fékk aldrei spiltímann sem hann vildi.

Undav var í kjölfarið lánaður til Stuttgart fyrir nýliðna leiktíð og blómstraði hann í heimalandinu, þar sem hann skoraði 19 mörk í 33 leikjum og lék mikilvæga rullu er Stuttgart endaði óvænt í 2. sæti þýsku deildarinnar.

Undav á tvö ár eftir af samningi sínum við Brighton en það er kaupákvæði í lánssamningi hans við Stuttgart sem þýska félagið getur enn nýtt sér.

„Það er aldrei að vita hvað gerist næst í lífinu, en ég vona að ég verði áfram hjá Stuttgart," sagði Undav í gær.

„Minn vilji er að vera áfram hjá Stuttgart og gera vel þar, en ég veit ekki hvað gerist í framtíðinni."

Talið er að Stuttgart þurfi að greiða um 20 milljónir evra til að festa kaup á Undav. Upphæðin væri 15 milljónir ef Stuttgart hefði ekki náð meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner