Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 30. júní 2020 13:29
Elvar Geir Magnússon
Campbell og Hemmi Hreiðars yfirgefa Southend (Staðfest)
Hermann Hreiðarsson.
Hermann Hreiðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sol Campbell hefur yfirgefið Southend United. Félagið segir í yfirlýsingu að um sameiginlega ákvörðun hafi verið að ræða.

Hermann Hreiðarsson var aðstoðarmaður Campbell en hann lætur einnig af störfum.

Southend var í 22. sæti ensku C-deildarinnar þegar tímabilinu var aflýst en meðalfjöldi stiga réði úrslitum. Liðið fellur því niður um deild.

Campbell tók við Southend í október en liðið vann aðeins fjóra af 23 leikjum við stjórnvölinn.

„Þetta var erfiður tími í fallbaráttu en ég naut samt þessarar reynslu," segir Campbell sem segist ekki hafa viljað vera fjárhagsleg byrði á félaginu.
Athugasemdir
banner