Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 30. júní 2020 09:05
Magnús Már Einarsson
Klopp segir að Liverpool geti ekki eytt mörgum milljónum
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, segist ekki eiga möguleika á að styrkja hópinn mikið í sumar. Kórónaveiran hefur haft áhrif á fjárhaginn hjá mörgum félögum og þar á meðal Englandsmeisturunum.

„Kórónaveiran hefur haft áhrif á félagaskipti og það er algjörlega eðlilegt. Það er ekki líklegt að við verðum virkastir í heimi á markaðinum í sumar," sagði Klopp.

„Kannski síðar á árinu, ef félagaskiptaglugginn er ennþá opin, þá vitum við meira. En horfið á þennan hóp. Það er ekki eins og þessi hópur kalli á breytingar og það er ekki eins og þú segir 'Allt í lagi, við þurfum mann í þessa og þessa stöðu."

„Við erum ekki með fastmótað byrjunarllið. Við erum með 16-17 menn sem geta allir spilað af sama krafti. Við þurfum að nýta okkur það, 100%.

„Við getum ekki eytt mörgum milljónum því við teljum ekki að það sé rétt."

Athugasemdir
banner
banner