Tíu leikmenn í Pepsi Max-deild karla eru með meira en 970 þúsund krónur í laun á mánuði hjá félögum sínum samkvæmt könnun leikmannasamtakanna.  Laun hafa hækkað síðan samskonar könnun var gerð í Pepsi-deildinni árið 2016.
                
                
                                    30% leikmanna í deildinni eru með 242-485 þúsund krónur í laun á mánuði í deildinni í dag. 14,66% leikmanna eru með 485-970 þúsund krónur í laun.
2,62% eða 3 leikmenn eru með á bilinu 970 þúsund til 1,82 milljón króna.
Tveir leikmenn segjast vera með á bilinu 1,82 milljón til 3,64 milljónir króna. Þrír leikmenn í deildinni segjast vera með meira en 3,64 milljónir króna á mánuði hjá félögum sínum.
32,46% leikmanna höfðu upplifað töf á launagreiðslum þeirra árið 2019. Það er 3,54% lækkum frá könnun Leikmannasamtakanna í Pepsi-deildinni árið 2016.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
                    
        
         
                 
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
        