Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 30. júlí 2021 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Hákon Arnar um frumraunina: Ég vil þakka mömmu sérstaklega
Hákon Arnar Haraldsson
Hákon Arnar Haraldsson
Mynd: Getty Images
Hákon Arnar Haraldsson spilaði fyrsta leik sinn fyrir aðallið FCK í Sambandsdeild Evrópu í gær en hann kom inná þegar fimmtán mínútur voru eftir.

Hákon er 18 ára gamall og kom til FCK frá ÍA árið 2019 en hann hefur spilað afar vel með unglingaliðum félagsins síðan og vann sér sæti í aðalliðinu fyrir komandi tímabil.

Hann fékk svo tækifærið í gær þegar fimmtán mínútur voru eftir í leik gegn Torpedo Zhodino og var hann vitaskuld ánægður með mínúturnar.

„Ég er bara ánægður með að hafa spilað minn fyrsta leik fyrir félag eins og FCK. Þetta er stór dagur," sagði Hákon við heimasíðu FCK.

„Ég vissi það ekki fyrirfram að ég myndi fá að spila en maður vonar það alltaf þegar maður er á bekknum. Sem betur fer fékk ég tækifærið."

„Ég skoraði líka mark, þó það hafi endað með gulu spjaldi, því dómarinn var búinn að flauta, en það eyðileggur ekki gleðina fyrir mér."

„Þetta gefur mér kraft í að halda áfram að leggja mig fram á æfingum og þá verð ég tilbúinn þegar ég fæ næsta tækifæri. Ég vil þakka öllum sem hafa sýnt mér stuðning og fyrst og fremst fjölskyldu minni og þá sérstaklega mömmu minni sem flutti með mér til Kaupmannahafnar,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner