Rangers í Glasgow er að fá hinn 17 ára gamla Mikey Moore lánaðan frá Tottenham en hann er talinn einn efnilegasti leikmaður Englands.
Moore mun framlengja samning sinn við Tottenham áður en hann fer á lánið.
Moore mun framlengja samning sinn við Tottenham áður en hann fer á lánið.
Thomas Frank, stjóri Tottenham, segir það mjög mikilvægt að Moore öðlist reynslu með því að fara á lán.
„Mikey er með mikla hæfileika og ég er mjög spenntur fyrir framtíð hans hér hjá Tottenham," segir Frank.
Moore varð sá yngsti til að spila fyrir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í maí 2024 en þá var hann 16 ára og 277 daga gamall.
Russell Martin, fyrrum stjóri Southampton, tók við Rangers í sumar en liðið hafnaði í öðru sæti á eftir erkifjendum sínum í Celtic í skosku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Athugasemdir