mán 30. ágúst 2021 19:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gautaborg sendir frá sér yfirlýsingu vegna máls Kolbeins
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn KSÍ ákvað í gær að taka Kolbein Sigþórsson út úr landsliðshópi Íslands fyrir komandi leiki.

Mikil umræðu hefur verið um ofbeldi og kynferðislegri áreitni af hálfu landsliðsmanna.

Kolbeinn leikur með Gautaborg í Svíþjóð en sænska félagið hefur gefið út yfirlýsingu vegna málsins.

„Það komu fréttir í dag þess efnis að einn af okkar leikmönnum hafi framið kynferðisbrot árið 2017. IFK Gautaborg fordæmir þessa hegðun. "

„Leikmaðurinn var tilkynntur til lögreglunnar en lögreglurannsókn leiddi ekki til kæru en hann greiddi miskabætur. IFK Gautaborg tekur þessu mjög alvarlega þrátt fyrir að þessu máli sé lagalega lokið. Við erum að ræða við leikmanninn um þetta og hvernig við getum haldið áfram. Við viljum ítreka að við fordæmum það sem hann gerði og annarskonar hegðun." Sagði Hakan Mild formaður félagsins.
Athugasemdir
banner
banner