Fjórir risar bítast um Wirtz - Neymar aftur til Barcelona? - Howe og Potter orðaðir við stjórastarf Manchester United
banner
   fös 30. ágúst 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Í BEINNI - Gluggadagur og dráttur hjá Víkingi
Mynd: Fótbolti.net/Getty Images
Gluggadagurinn er í dag. Glugganum verður lokað í enska, spænska og ítalska boltanum klukkan 22:00 í kvöld. Þýska glugganum verður lokað klukkan 18 og franska 21.

Hér í textalýsingu að neðan fylgjumst við með því sem er í gangi á gluggadeginum fram eftir degi

Einnig verður í þessari textalýsingu fylgst með því hvaða liðum Víkingur mun dragast gegn í Sambandsdeildinni en sá dráttur verður klukkan 12:30.

Það allra helsta á gluggadeginum hingað til:
Ramsdale til Southampton (Staðfest)
Toney og Osimhen á leið til Sádi-Arabíu
Slúðrið - Fer Sterling til Arsenal?

Smelltu hér til að sjá allar (Staðfest) fréttirnar á sama stað
13:43
Segjum þessari beinu textalýsingu lokið
En við höldum auðvitað áfram á fullri ferð á síðunni að færa ykkur fréttir af öllu því sem er í gangi á gluggadeginum.

Elvar, Sæbjörn og Gummi standa vaktina í dag og Jóhann Þór Hólmgrímsson mætir svo á kvöldvaktina og fjallar um gluggadaginn alveg þar til glugganum verður lokað, og lengur væntanlega!

Eigið góða helgi.

Eyða Breyta
13:41
Líklega á förum frá Tottenham
Giovani Lo Celso og Sergio Reguilon eru báðir að vinna í því að finna sér nýja vinnuveitendur og eru líklega á förum frá Spurs.

Eyða Breyta
13:35
Telur að Arsenal þurfi að fá sóknarmann
Mynd: Getty Images

„Mér finnst þeir þurfa sóknarmann. Mér finnst þeir vanta breidd þarna. Eddie Nketiah þarf að fara og Gabriel Jesus er meiddur. Ég er aðdáandi Kai Havertz en ég tel að þeir þurfi að bæta við. Það er samt erfitt að gagnrýna Mikel Arteta og Edu, mér finnst þeir hafa verið frábærir á markaðnum," segir Paul Merson sérfræðingur Sky Sports og fyrrum leikmaður Arsenal.

Eyða Breyta
13:32
Rólegur gluggadagur hjá City
Mynd: Getty Images

Pep Guardiola svaraði játandi þegar hann var spurður að því hvort þetta yrði rólegur gluggadagur hjá Manchester City.

Eyða Breyta
13:31
Svona eru leikir Chelsea í Sambandsdeildinni:
Gent (h)
Heidenheim (ú)
Astana (ú)
Shamrock Rovers (h)
Panathinaikos (ú)
Noah (h)

Eyða Breyta
13:21
Ten Hag býst við að Sancho verði áfram
Hann hefur verið orðaður við Chelsea en verður líklega áfram á Old Trafford.

   30.08.2024 13:02
Ten Hag býst við að Sancho verði áfram - „Þurfum breidd"


Eyða Breyta
13:19
Þá er orðið ljóst hverjir mótherjar Víkings verða:
LASK úti
Djurgarden heima
Cercle Brugge heima
Omonoia úti
Borac heima
Noah úti

Leikjaplanið verður opinberað á sunnudag.

Eyða Breyta
13:17
NOAH - VÍKINGUR
Víkingur fer til Armeníu og mætir Gumma Tóta og hans liði.

Eyða Breyta
13:13
VÍKINGUR - BORAC
Víkingur fær heimsókn frá Bosníu og Hersegóvínu.

Eyða Breyta
13:09
Kára Árna riðillinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hann spilaði bæði fyrir Omonoia og Djurgarden.


Eyða Breyta
13:07
Smá fréttamoli á meðan við bíðum eftir potti fimm
   30.08.2024 12:41
Stjórn Kortrijk kom í veg fyrir kaup á Loga


Eyða Breyta
13:05
VÍKINGUR - CERCLE BRUGGE
Belgarnir koma í heimsókn til Íslands.

Eyða Breyta
13:04
Vindum okkur yfir í fjórða pott


Eyða Breyta
13:01
OMONOIA - VÍKINGUR
Víkingur fer til Kýpur. Kári Árnason spilaði einnig fyrir Omonoia.

Eyða Breyta
12:58
Þá er komið að því að draga úr þriðja potti


Eyða Breyta
12:56
Tveir af sex leikjum Víkings eru komnir upp
Hægt að segja að Víkingur hafi fengið mest óspennandi andstæðinginn úr fyrsta styrkleikaflokki.

Eyða Breyta
12:55
VÍKINGUR - DJURGARDEN
Víkingur mun taka á móti Djurgarden, fyrrum félag Kára Árnasonar og Sölva Ottesen.

Eyða Breyta
12:52
LASK - VÍKINGUR
Víkingur mun mæta LASK í Austurríki. Það er liðið úr efsta styrkleikaflokki.

Eyða Breyta
12:51
Víkingur mun ekki mæta Real Betis
Ef ég skil þetta rétt þá mun Víkingur mæta LASK...

Eyða Breyta
12:50
Víkingur mun ekki mæta FCK
Real Betis mun meðal annars mæta Íslendingaliðinu FCK.

Eyða Breyta
12:49
Víkingur mun ekki mæta Chelsea
Gummi Tóta og félagar í Noah eru meðal þeirra sem munu leika gegn Chelsea.

Eyða Breyta
12:48
Það er byrjað að draga
Gent fyrsta félagið sem kom upp, mæta meðal annars Chelsea.

Eyða Breyta
12:46
Við einbeitum okkur að Víkingi
og hverjum Víkingar munu mæta. Svo skoðum við annað áhugavert þegar drættinum er lokið.

Eyða Breyta
12:45
Guehi fer ekkert í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Oliver Glasner stjóri Crystal Palace staðfestir að Marc Guehi verði áfram hjá félaginu. Newcastle hefur verið að reyna að fá varnarmanninn.

Eyða Breyta
12:42
Nú er verið að fara yfir breytinguna á fyrirkomulagi keppninnar
Riðlarnir farnir og deildir komnar í staðinn í Evrópukeppnunum. Giorgio Marchetti er mættur á sviðið. Hann stýrir drættinum þó tölvukerfið sé aðallega farið að sjá um drættina með nýja fyrirkomulaginu.

Eyða Breyta
12:39
Úrslitaleikurinn þetta tímabilið í Sambandsdeildinni verður spilaður í Wroclaw í Póllandi
Mynd: Getty Images



Eyða Breyta
12:37
Fyrsti gestur kallaður á svið til að aðstoða við dráttinn
Mynd: Getty Images

Vann EM og HM með franska landsliðinu og Meistaradeildina í tvígang með Real madrid.

Eyða Breyta
12:33
Athöfnin er farin af stað


Eyða Breyta
12:31
Bið eftir því að Mikel Merino spilar sinn fyrsta leik fyrir Arsenal
Mynd: Getty Images

Mikel Arteta segir að spænski miðjumaðurinn verði frá vegna meiðsla næstu vikurnar. Þessi 28 ára leikmaður kom frá Real Sociedad á dögunum.

Eyða Breyta
12:30
#EuroVikes
Mynd: Getty Images



Eyða Breyta
12:25
Áhugi á táningi Liverpool
Hull og Middlesbrough vilja fá vængmanninn Ben Doak á láni frá Liverpool. Sky Sports segir að félagið og leikmaðurinn séu að ræða það hvaða skref er best fyrir feril leikmannsins átján ára gamla.

Eyða Breyta
12:22
Bein útsending frá drættinum:
Hér má horfa á beina útsendingu frá Mónakó

Eyða Breyta
12:16
Broja til Ipswich?
Mynd: EPA

Ipswich gæti enn fengið Armando Broja frá Chelsea. Þrátt fyrir að hann sé á meiðslalistanum og verði frá í allt að tólf vikur.

Eyða Breyta
12:03
Hægt er að hlusta á viðtal við Arnar Gunnlaugsson eftir leikinn í gær
Sverrir Örn Einarsson spjallaði við hann eftir jafntefli gegn Santa Coloma.

   29.08.2024 23:00
Arnar Gunnlaugsson fer vel yfir málin


Eyða Breyta
11:58


Eyða Breyta
11:57
Þá skulum við fara að huga að Sambandsdeildardrættinum sem verður klukkan 12:30
Klukkan 12:30 verður leikjadráttur Sambandsdeildarinnar og þá kemur í ljós hvaða liðum Víkingur mun mæta í keppninni.

Eins og við höfum fjallað um þá er búið að leggja riðlakeppnina af og liðin munu keppa öll sín á milli í 36 liða deild þar sem 24 lið komast í útsláttarkeppni.

Víkingur mun leika sex leiki á móti sex mismunandi andstæðingum, einum úr hverjum styrkleikaflokki. Hvert lið fær þrjá heimaleiki og þrjá útileiki. Víkingur er í sjötta og neðsta flokki.

Það er nóg af Íslendingaliðum í pottunum og líklegt að Víkingur dragist gegn allavega einu af þeim.

Albert Guðmundsson og félagar í Fiorentina eru í fyrsta styrkleikaflokki. Þar má einnig finna FC Kaupmannahöfn, lið Orra Steins Óskarssonar og Rúnars Alex Rúnarssonar og Gent sem Andri Lucas Guðjohnsen leikur fyrir. Sverrir Ingi Ingason og Hörður Björgvin Magnússon spila fyrir Panathinaikos sem er í fimmta styrkleikaflokki og í þeim sjötta eru Guðmundur Þórarinsson og félagar í FC Noah.

Fyrsti styrkleikaflokkur:
Chelsea, England
FCK, Danmörk
Gent, Belgía
Fiorentina, Ítalía
LASK, Austurríki
Real Betis, Spánn

Annar styrkleikaflokkur:
Istanbúl Basaksehir, Tyrkland
Molde, Noregur
Legia Varsjá, Pólland
Heidenheim, Þýskaland
Djurgården, Svíþjóð
APOEL, Kýpur

Þriðji styrkleikaflokkur:
Rapid Vín, Austurríki
Omonoia, Kýpur
HJK Helsinki, Finnland
Vitória SC, Portúgal
Astana, Kasakstan
Olimpija, Slóvenía

Fjórði styrkleikaflokkur:
Cercle Brugge, Belgía
Shamrock Rovers, Írland
The New Saints, Wales
Lugano, Sviss
Hearts, Skotland
Mladá Boleslav, Tékkland

Fimmti styrkleikaflokkur:
Petrocub, Moldóva
St. Gallen, Sviss
Panathinaikos, Grikkland
TSC, Serbía
Borac, Bosnía
Jagiellonia, Pólland

Sjötti styrkleikaflokkur:
Celje, Slóvenía
Larne, Norður-Írland
Dinamo-Minsk, Belarús
Pafos, Kýpur
Víkingur, Ísland
Noah, Armenía

Eyða Breyta
11:47
Ramsdale til Southampton (Staðfest)
Markvörður Arsenal er búinn að færa sig um set! Og það er stutt í glensið í kynningunni! Kaupverðið gæti farið upp í 25 milljónir punda.



Eyða Breyta
11:45
Þetta verða andstæðingar þeirra liða sem voru í fyrsta styrkleikaflokki
Mynd: UEFA



Eyða Breyta
11:38
Hólmbert til Preussen Münster (Staðfest)
Hólmbert Aron Friðjónsson er genginn í raðir þýska félagsins Preussen Münster.

Hólmbert er stór og stæðilegur framherji sem kemur til Münster eftir að samningur hans við Holstein Kiel rann út í sumar. Hann var fyrst orðaður við félagið í lok júlí.

   30.08.2024 11:19
Hólmbert til Preussen Münster (Staðfest) - „Spennandi ævintýri"


Eyða Breyta
11:36
Ugarte ekki með gegn Liverpool
Manuel Ugarte, verðandi leikmaður Manchester United, má ekki spila gegn Liverpool á sunnudag.

Frá þessu greinir Sky Sports rétt í þessu. Félagaskiptin eru ekki alveg frágengin og því ekki hægt að skrá Ugarte í leikmannahópinn sem tiltækur er fyrir leikinn.

   30.08.2024 11:28
Ugarte ekki með gegn Liverpool


Eyða Breyta
11:34
Mourinho og lærisveinar í Fenerbahce fá Manchester United í heimsókn - Ágætis sögulína
Mynd: EPA


Eyða Breyta
11:28
Mótherjar Tottenham í Evrópudeildinni:
Roma (h), Rangers (ú), AZ Alkmaar (h), Ferencvaros (ú), Qarabag (h), Galatasaray (ú), Elfsborg (h), Hoffenheim (ú).

Eyða Breyta
11:26
Mótherjar Ajax; Kristian Hlyns og félagar:
Mynd: EPA

Lazio, Slavia Prag, Maccabi Tel Aviv, Real Sociedad, Galatasaray, Qarabag, Besikta og RFS.

Eyða Breyta
11:24
Mótherjar Manchester United í Evrópudeildinni:
Rangers (h), Porto (ú), PAOK (h), Fenerbahce (ú), Bodö/Glimt (h),Viktoria Plzen (ú), Twente (h), FCSB Búkarest (ú)

Eyða Breyta
11:18
Rangers mun bæði mæta Tottenham og Man Utd
Skoska liðið kom fyrst upp í þessum leikjadrætti.

Eyða Breyta
11:15
Marchetti mættur á svið í Mónakó
Það þýðir bara eitt, það er loks komið að því að draga. Verið er að sýna hvernig nýja fyrirkomulagið er. Þið sem fylgdust með Meistaradeildardrættinum í gær eruð með þetta alveg á hreinu.

Búið að leggja af riðlakeppnina í Evrópukeppnunum og í staðinn eru komnar deildir. Ég verð að viðurkenna að ég er mjög spenntur fyrir þessu nýja fyrirkomulagi.

Eyða Breyta
11:07
Leeds fær japanskan miðjumann (Staðfest)
Ao Tanaka, 25 ára, kemur frá Fortuna Dusseldorf. Á 27 landsleiki fyrir Japan.


Eyða Breyta
11:04
Toddi á rauða dreglinum
Mynd: Getty Images

Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ er í Mónakó þar sem verið er að fara að draga í Evrópudeildina og Sambandsdeildina. Hann var myndaður á rauða dreglinum þar sem hann var með Pascale Van Damme, forseta belgíska fótboltasambandsins.

Eyða Breyta
11:00
Coman áfram hjá Bayern
Búist er við því að Kingsley Coman verði áfram hjá Bayern München þegar glugganum verður lokað í kvöld. Hann hefur verið orðaður við Arsenal og fleiri félög en Bæjarar hafa ekki fengið neitt tilboð sem þeir eru ánægðir með.

Hann hefur einnig verið orðaður við Al Hilal en á mánudagskvöld mun glugganum í Sádi-Arabíu loka.

Coman er 28 ára vængmaður sem hefur verið hjá Bayern síðan 2017 en hann hefur skorað 8 mörk í 57 landsleikjum fyrir Frakkland.

Eyða Breyta
10:55
Færum okkur aðeins yfir í dráttinn í Evrópudeildina sem verður núna klukkan 11
Mynd: UEFA

Manchester United og Tottenham eru meðal félaga sem munu komast að því hvaða liðum þau mæta í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Þú getur fylgst með drættinum í beinni útsendingu hérna.

Eyða Breyta
10:49
Nóg til hjá Birmingham
Íslendingalið Birmingham, sem er í C-deild á Englandi, hefur gert stórt tilboð í Jay Stansfield, sóknarmann Fulham.

   30.08.2024 10:44
Willum var sá dýrasti en ætla núna að bæta metið í þriðja sinn


Eyða Breyta
10:45
Celtic að fá miðjumann frá Augsburg
Hinn tvítugi Arne Engels er í læknisskoðun hjá Celtic. Skoska félagið náði samkomulagi við Augsburg um 20 milljóna punda kaupverð á miðjumanninum.

Eyða Breyta
10:43
Ungur Dani til Brighton?
Brighton hefur lagt fram 17 milljóna punda tilboð í danska framherjann Conrad Harder (19) hjá Nordsjælland. Viðræður eru í gangi. (Football Insider)

Eyða Breyta
10:42
Sancho færist nær Chelsea
Chelsea er að færast því að fá Jadon Sancho frá Manchester United. Bæði kauptilboð og lánstilboð eru á borðinu samkvæmt Sky Sports.

   30.08.2024 10:16
Lækka verðmiðann á Sancho umtalsvert


Eyða Breyta
10:40
Fer Orri í dag?
Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með því í dag hvort Orri yfirgefi Kóngsins Köben. Eins og allir vita er gríðarlegur áhugi á sóknarmanninum unga.

Mynd: Getty Images

Real Sociedad er í viðræðum við FCK um kaup á Orra Steini Óskarssyni. Ítalski fjölmiðlamaðurinn, Matteo Moretto, sem starfar hjá Relevo á Spáni greinir frá.

Moretto segir að um lokatilraun spænska félagsins sé að ræða enda lokar félagaskiptaglugginn í dag.

   30.08.2024 10:24
Sociedad gerir lokatilraun til að fá Orra


Eyða Breyta
10:38
Villa hugsar til framtíðar
Aston Villa hefur fengið hinn nítján ára gamla Yeimar Mosquera frá Orsomarso í Kólumbíu og hann mun samstundis vera lánaður til Real Union á Spáni. Einn hugsaður fyrir framtíðina.

Eyða Breyta
10:34
Cornet í viðræðum um að ganga í raðir Southampton
Mynd: Getty Images

Maxwel Cornet framherji West Ham er í viðræðum um að fara á lán til Southampton. Samkomulagið mun innihalda möguleika á að kaupa hann. Það hefur verið lítið að frétta hjá Cornet síðan hann gekk í raðir West Ham frá Burnley árið 2022.

Eyða Breyta
10:32
Cantwell í læknisskoðun á Ewood Park
Mynd: Getty Images

Todd Cantwell er í læknisskoðun hjá Blackburn Rovers en hann er á leið til félagsins frá Rangers. Hjá Blackburn verður Cantwell liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar.

Blackburn er með sjö stig úr þremur fyrstu leikjum sínum í Championship-deildinni þetta tímabilið.

Eyða Breyta
10:29
Turner lánaður til Palace
Mynd: Getty Images

Markvörðurinn Matt Turner er að fara til Crystal Palace á láni frá Nottingham Forest. Palace hefur verið í leit að markverði eftir að Sam Johnstone fór til Wolves. Turner verður væntanlega varamarkvörður hjá Palace fyrir Dean Henderson.

Eyða Breyta
10:26
Sky Sports er að fylgjast með gangi mála í beinni


Eyða Breyta
10:24
Erfiður gluggadagur hjá Everton
Mynd: EPA

Everton er með þunnskipaðan hóp og engan pening til að eyða í styrkja hann. Það er því erfiður dagur fyrir Sean Dyche og hans menn.

Everton hefur farið illa af stað í ensku úrvalsdeildinni, tveir tapleikir og sjö mörk fengin á sig. Ekkert mark skorað.

Félagið hefur verið að reyna að fá belgíska miðjumannin Orel Mangala lánaðan frá Lyon en Fiorentina er einnig að reyna við hann.

Svo er spurning hvort Dominic Calvert-Lewin yfirgefi Everton í dag? Hann hefur í sumar verið orðaður við Newcastle og Chelsea. Everton þarf á peningi að halda en má hinsvegar ekki við því að missa lykilmenn!

Everton hefur náð að halda í Jarrad Branthwaite sem Manchester United reyndi við í sumar. Eina vandamálið er að varnarmaðurinn ungi er enn frá vegna meiðsla.

Eyða Breyta
10:18
Ólíklegt að Guehi fari til Newcastle í dag
BBC spjallaði við Matthew Renton, stuðningsmann Newcastle, nú í morgunsárið. Hann segir að þessi sumargluggi sé versti gluggi félagsins síðan Sádi-Arabarnir keyptu félagið.

Mikil orka hefur farið í að reyna að landa enska landsliðsmiðverðinum Marc Guehi en viðræður við Crystal Palace gengið erfiðlega og ólíklegt að hann fari til Newcastle í dag.

   30.08.2024 08:57
Versti gluggi Newcastle eftir eigendaskiptin


Eyða Breyta
10:14
Stór skipti í gær
Mynd: Getty Images

Ítalski vængmaðurinn Federico Chiesa gekk í raðir Liverpool frá Juventus í gær. Arne Slot stjóri Liverpool er spenntur.

„Ég er spenntur. Maður verður spenntur þegar við fáum leikmann sem getur hjálpað okkur að ná markmiðum okkar og bætir leikmannahópinn," segir Slot.

   29.08.2024 13:16
Chiesa til Liverpool (Staðfest) - Draumur að verða að veruleika

Liverpool heimsækir Manchester United á sunnudag og Slot býst ekki við því að Chiesa komi við sögu í leiknum.

„Hann æfir með okkur í dag en það eru meiri líkur en minni á því að hann verði ekki í hópnum á sunnudaginn. Ef það koma upp meiðsli þá þurfum við kannski á honum að halda í hópnum, en ég býst ekki við því að hann verði í hóp."

Eyða Breyta
10:13
Tvö staðfest félagaskipti frá því í morgun
Úlfarnir hafa fengið nýjan markvörð og Neal Maupay er búinn að kveðja ensku úrvalsdeildina.

   30.08.2024 09:11
Johnstone til Wolves (Staðfest)

   30.08.2024 09:05
Maupay til Marseille (Staðfest)


Eyða Breyta
10:11
Hræringar hjá West Ham
Spænski miðjumaðurinn Carlos Soler er á leið til West Ham. Soler er mjög spenntur fyrir því að spila í ensku úrvalsdeildinni og er hann ánægður með hversu mikinn áhuga Hamrarnir hafa sýnt honum í sumar.

Á sama tíma er West Ham að lána James Ward-Prowse til Nottingham Forest. Miðjumaðurinn sparkvissi er á leið til Nottingham í læknisskoðun.

   30.08.2024 09:38
Soler flýgur til Englands - Ward-Prowse fer til Forest


Eyða Breyta
10:09
Chelsea þarf að losa sig við menn
Chelsea þarf að tálga niður hópinn hjá sér og hefur boðið Arsenal að fá Raheem Sterling. Það eru þó flækjumál varðandi samning hans hjá Chelsea sem þarf að leysa áður en hann getur fært sig um set.

Sérfræðingur Sky Sports telur 50/50 hvort Sterling yfirgefi Chelsea í glugganum eða verði hreinlega áfram.

Áhuginn á Ben Chilwell virðist vera takmarkaður og ólíklegt að hann fari til Manchester United eða Brentford, félög sem hann hefur verið orðaður við.

Það hefur verið áhugi á Trevoh Chalobah en launakröfur hans hafa fælt félög frá.

Franskir miðlar segja að Chelsea muni selja brasilíska sóknarmanninn Deivid Washington til systurfélagsins Strasbourg og Venezia er í viðræðum um að fá varnarmanninn Zak Sturge frá U21 liði Chelsea.

   30.08.2024 10:00
Arsenal boðið að kaupa Sterling


Eyða Breyta
10:05
Áhugaverð tvöföld kaup hjá Al Ahli - Gengur þetta upp?
Al Ahli í Sádi-Arabíu er að kaupa tvo sóknarmenn; Victor Osimhen og Ivan Toney. Íþróttafréttamenn velta því fyrir sér hvernig það geti gengið upp því félagið er ekki með laus pláss fyrir erlenda leikmenn í sínum hópi.

Félög í Sádi-Arabíu mega hafa tíu erlenda leikmenn á 25 leikmanna lista sínum.

Þá er umræða um að félagið sé ekki með fjármagn til að kaupa þá báða. Til að fá þá tvo þyrfti félagið allavega að losa tvo erlenda leikmenn frá sér fyrst. Til þess er félagið með frest fram á mánudagskvöld.

   30.08.2024 08:06
Osimhen fer til Sádi-Arabíu - Hvað gerir Chelsea núna?

   30.08.2024 08:43
Toney fer með Osimhen til Ah Ahli - Á leið í læknisskoðun


Eyða Breyta
10:00
Góðan og gleðilegan gluggadag!
Gluggadagur, hvorki meira né minna! Við fylgjumst með öllum helstu hræringum í þessari textalýsingu fram eftir degi. Einnig verður dregið í Sambandsdeildina á eftir og við verðum vel á verði þar. Endilega komið með okkur í þetta ferðalag!

Sumarglugginn hefur auðvitað einkennst af því að félögin eru skíthrædd við að brjóta strangar reglur um fjármál og sjálfbærni í rekstri. Það má ekki reikna með mörgum stórum skiptum í dag en það er hinsvegar ýmislegt spennandi í gangi og við soðum það allt saman.

Glugganum verður lokað í enska, spænska og ítalska boltanum klukkan 22:00 í kvöld. Þýska glugganum verður lokað klukkan 18 og franska 21.

Eyða Breyta
Athugasemdir
banner
banner