mið 30. september 2020 22:42
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir kvöldsins: Sterling og Mata bestir - Gylfi fékk 7
Gylfi Þór var með fyrirliðabandið.
Gylfi Þór var með fyrirliðabandið.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Sjö úrvalsdeildarfélög mættu til leiks í deildabikarnum í dag og komust fjögur þeirra áfram. Hér fyrir neðan má sjá einkunnir leikmanna sem eru ýmist teknar af Sky Sports eða stuðningssíðum liðanna.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn og fékk 7 í einkunn í 4-1 sigri Everton gegn West Ham. Gylfi Þór lagði upp síðasta mark leiksins fyrir besta mann vallarins, Dominic Calvert-Lewin, sem skoraði þrennu.

Juan Mata var þá maður leiksins er Manchester United lagði Brighton að velli. Spánverjinn reyndi skoraði og lagði upp í sigrinum.

Raheem Sterling var bestur er Man City skoraði þrjú gegn Burnley, þó að Bailey Peacock-Farrell, markvörður Burnley, hafi fengið 9 í einkunn hjá stuðningsmannasíðu félagsins.

Að lokum er komið að Newcastle sem þurfti vítaspyrnukeppni til að skríða í gegn eftir skemmtilegan leik við D-deildarlið Newport County. Jonjo Shelvey var bestur enda gerði hann glæsilegt jöfnunarmark Newcastle á 87. mínútu til að knýja leikinn í vítaspyrnukeppni.

Everton: Pickford (7), Kenny (6), Keane (8), Digne (7), Nkounkou (7), Delph (7), Allan (8), Gylfi Þór (7), James (8), Calvert-Lewin (9), Richarlison (7)
Varamenn: Coleman (7), Iwobi (7), Doucoure (6)

West Ham: Randolph (7), Johnson (6), Rice (6), Balbuena (5), Cresswell (6), Noble (5), Snodgrass (7), Lanzini (5), Yarmolenko (5), F. Anderson (5), Haller (6)



Brighton: Steele (5), White (6), Dunk (5), Burn (5), Veltman (5), Molumby (6), Gross (6), Bernardo (6), Mac Allister (7), Jahanbakhsh (5), Gyokeres (4)
Varamenn: Maupay (5), Trossard (6)

Man Utd: Henderson (7), Dalot (7), Bailly (7), Lindelof (7), Williams (6), McTominay (7), Fred (7), Mata (8), Van de Beek (7), James (4), Ighalo (5)
Varamenn: Pogba (7)



Burnley: Peacock-Farrell (9), Lowton (4), Tarkowski (6), Long (6), Taylor (7), Pieters (6), Brownhill (5), Westwood (6), McNeil (6), Barnes (5), Vydra (5)
Varamenn: Wood (6), Benson (6), Bardsley (5)

Man City: Steffen (7), Walker (7), Fernandinho (7), Laporte (8), Mendy (7), Rodri (7), De Bruyne (8), Palmer (7), Torres (8), Mahrez (7), Sterling (8)
Varamenn: B. Silva (6), Hartwood-Bellis (6), Ake (6)



Newcastle: Gillespie (5), Manquillo (5), Krafth (6), Fernandes (6), Lewis (6), Shelvey (7), S Longstaff (6), Murphy (6), Almiron (5), Fraser (6), Carroll (5).
Varamenn: Joelinton (5), Wilson (6), Schar (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner