Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 30. september 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mikael á því að Þróttur V. vinni rest og fari upp
Mynd: Víkurfréttir - Hilmar Bragi
Það verður að spennandi að sjá hvaða tvö lið tryggja sér farseðil úr 2. deild í Lengjudeildina fyrir næsta sumar.

Eins og staðan er núna eru Kórdrengir á toppnum með þremur stigum meira en Þróttur Vogum og ÍR þegar þrír leikir eru eftir. Svo kemur Njarðvík þremur stigum á eftir liðunum í öðru og þriðja sæti, og Haukar með fjórum stigum minna en Njarðvík.

Mikael Nikulásson, þjálfari Njarðvíkur, telur að Þróttur muni vinna síðustu þrjá leiki sína og fara upp.

„Það er ekkert úti í þessu. Við erum þremur stigum frá öðru sætinu og ekki með markatöluna, þannig að sjálfsögðu verður það mjög erfitt en við hættum ekki fyrr en það verður búið," sagði Mikael.

„Miðað við það hvernig þeir (Þróttur Vogum) eru að spila, þá sé ég þá fara upp og vinna restina. Við gefumst hins vegar ekki upp, það eru níu stig í pottinum og við ætlum að taka níu stig."

Viðtalið við Mikael má sjá í heild sinni hér að neðan en næsta umferð í 2. deild karla fer fram næsta laugardag.
Mikki: Þetta kláraði mótið fyrir okkur held ég
Athugasemdir
banner
banner
banner