Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   fös 30. september 2022 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Xavi lítur á Busquets sem lykilleikmann
Xavi og Busquets voru samherjar í sjö ár áður en Xavi skipti yfir til Al-Sadd í Katar.
Xavi og Busquets voru samherjar í sjö ár áður en Xavi skipti yfir til Al-Sadd í Katar.
Mynd: EPA

Xavi Hernandez þjálfari Barcelona lítur á lærisvein sinn og fyrrum liðsfélaga til margra ára Sergio Busquets sem lykilmann þrátt fyrir háan aldur.


Busquets er 34 ára gamall og með tæpt ár eftir af samningi sínum við Börsunga. Félög úr MLS deildinni hafa sýnt honum áhuga að undanförnu en miðjumaðurinn varnarsinnaði sagðist í viðtali á dögunum ekki vera viss hvað næsta skref ferilsins yrði.

„Busquets mun taka ákvörðun um framtíðina næsta sumar. Þangað til verður hann lykilmaður fyrir okkur," sagði Xavi.

Busquets hefur spilað rétt tæpa 700 keppnisleiki fyrir Barcelona, þann fyrsta tímabiið 2008-09. Hann á 139 leiki að baki fyrir spænska landsliðið.

Barca hefur farið vel af stað á nýju tímabili og er með 16 stig eftir 6 umferðir, tveimur stigum eftir toppliði Real Madrid sem er með fullt hús stiga.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 34 25 4 5 91 33 +58 79
2 Real Madrid 34 23 6 5 69 33 +36 75
3 Atletico Madrid 34 19 10 5 56 27 +29 67
4 Athletic 34 16 13 5 50 26 +24 61
5 Villarreal 35 16 11 8 60 47 +13 59
6 Betis 34 16 9 9 52 42 +10 57
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
10 Mallorca 35 12 9 14 32 40 -8 45
11 Osasuna 34 10 14 10 42 50 -8 44
12 Real Sociedad 34 12 7 15 32 37 -5 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 34 10 9 15 36 44 -8 39
15 Girona 35 10 9 16 41 52 -11 39
16 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
17 Alaves 34 8 11 15 35 46 -11 35
18 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
19 Leganes 34 6 13 15 32 51 -19 31
20 Valladolid 35 4 5 26 26 84 -58 17
Athugasemdir
banner
banner
banner