Erik ten Hag er enn með stuðning frá stjórn Manchester United þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu. Það eru engin áform til staðar um að reka hann.
Sky Sports segir frá því að frammistaðan í 3-0 tapinu gegn Tottenham sé talin algjörlega óásættanleg en samt sem áður er talið að Ten Hag geti snúið dæminu við.
Það eru leikir hjá United við Aston Villa og Porto fram að landsleikjahléi.
Man Utd er í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, sex stigum frá Meistaradeildarsæti, þegar lítið er búið af mótinu.
Ten Hag er á þriðja tímabili sínu með Man Utd; félagið hugsaði mikið um að reka hann síðastliðið sumar en ákvað á endanum að halda honum í starfi.
Athugasemdir