Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 30. október 2020 09:30
Magnús Már Einarsson
Chilwell leitaði hjálpar - Hvetur aðra til þess sama
Ben Chilwell.
Ben Chilwell.
Mynd: Getty Images
Ben Chilwell, vinstri bakvörður Chelesa, segist hafa leitað hjálpar þegar andleg heilsa hans var ekki góð á síðasta ári.

Chilwell birti færslu á Twitter þar sem hann hvetur alla til að gera slíkt hið sama ef þeir eru að eiga við andlega erfiðleika.

„Í fyrra fór ég í gegnum kafla þar sem sjálfstraustið mitt var lítið og það hafði áhrif á daglegt líf mitt. Ég fór á endanum og talaði við einhvern og það hjálpaði mikið," sagði Chilwell.

„Í fótbolta vill fólk ekki sýna veikleika en það að tala við aðra um erfiðleika eða vandræði í lífinu er mikilvægt."

„Allir eru að ganga í gegnum eitthvað og vonandi sér einhver aðili þessa Twitter færslu og telur að hann eigi að tala við einhvern um það sem er að angra hann, eftir að hafa ekki getað gert það áður."

Athugasemdir
banner