Brendan Rodgers sagði upp sem stjóri Celtic í kvöld. Martin O'Neill verður bráðabirgðastjóri liðsins.
Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Celtic en liðið er átta stigum á eftir toppliði Hearts eftir níu umferðir. Tómas Bent Magnússon er leikmaður Hearts. Rodgers lætur af störfum eftir 3-1 tap gegn Hearts um helgina.
Tímabilið hefur verið erfitt fyrir Celtic en liðið er átta stigum á eftir toppliði Hearts eftir níu umferðir. Tómas Bent Magnússon er leikmaður Hearts. Rodgers lætur af störfum eftir 3-1 tap gegn Hearts um helgina.
Rodgers stýrði Liverpool frá 2012-2015 en hann tók við Celtic árið 2016 en yfirgaf félagið árið 2019 og tók við Leicester. Hann sneri aftur til Celtic árið 2023. Celtic vann skosku deildina fjórum sinnum undir hans stjórn.
Celtic þakkaði honum fyrir vel unnin störf en félagið mun upplýsa stuðningsmenn um ráðningu á nýjum stjóra eins fljótt og hægt er.
Hinn 73 ára gamli O'Neill og Shaun Maloney, fyrrum leikmaður liðsins, verða við stjörnvölin til bráðabirgða.
O'Neill stýrði liðinu frá 2000-2005. Hann vann skosku deildina þrisvar og skoska bikarinn þrisvar. Shaun Maloney, fyrrum leikmaður liðsins, verður einnig í teyminu.
Club Statement.
— Celtic Football Club (@CelticFC) October 27, 2025
Athugasemdir

