Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   þri 28. október 2025 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England í dag - Íslendingaslagur í deildabikarnum
Mynd: Brentford
16-liða úrslit enska deildabikarsins fara af stað í kvöld með þremur leikjum. Það er Íslendingaslagur þar sem Grimsby fær Brentford í heimsókn.

Jason Daði Svanþórsson er leikmaður Grimsby sem er í D-deild en liðið sló Man Utd úr leik í síðustu umferð. Brentford hefur slegið tvö úrvalsdeildarlið úr leik, Bournemouth og Aston Villa og Hákon Rafn Valdimarsson var í rammanum í báðum leikjum.

Fulham sló Cambridge og Bristol City úr leik en liðið heimsækir Wycombe sem spilar í C-deild.

Þá á Hollywood félagið Wrexham heimaleik gegn Cardiff. Wrexham spilar í Championship deildinni en Cardiff er í C-deild.

þriðjudagur 28. október
19:45 Grimsby - Brentford
19:45 Wycombe - Fulham
20:00 Wrexham - Cardiff City
Athugasemdir
banner
banner