Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 30. nóvember 2020 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Milos ekki áfram hjá Vestra - Vill spila áfram á Íslandi
Lengjudeildin
Milos kom fyrst til Íslands sumarið 2014 og spilaði með Hugin.
Milos kom fyrst til Íslands sumarið 2014 og spilaði með Hugin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Milos Ivankovic verður ekki áfram í herbúðum Vestra. Frá þessu segir hann í samtali við Fótbolta.net.

Milos er 32 ára gamall miðvörður frá Serbíu sem kom fyrst hingað til lands árið 2014 þegar hann gekk í raðir Hugins í 2. deild. Hann spilaði með Fjarðabyggð í 1. deild 2015 og fór aftur til Hugins 2017 og 2018. Hann gekk svo í raðir Vestra fyrir sumarið 2019.

Hann hjálpaði Vestra að komast upp í Lengjudeildina sumarið 2019 og síðasta sumar spilaði hann 12 leiki í Lengjudeild karla og skoraði eitt mark. Hann spilaði einnig þrjá leiki í Mjólkurbikarnum.

Milos segist vilja halda áfram að spila á Íslandi. Hann hefur áhuga á að spila áfram í Lengjudeildinni, en er líka áhugasamur fyrir því að spila fyrir félag í 2. deild sem hefur metnað fyrir því að fara upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner