Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 30. nóvember 2020 22:44
Victor Pálsson
Smith: Hann má ekki einu sinni skora með þessum líkamshluta
Mynd: Getty Images
Dean Smith, stjóri Aston Villa, setti spurningamerki við VAR eftir leik liðsins við West Ham á útivelli í kvöld.

Aston Villa þurfti að sætta sig við 2-1 tap en mark var dæmt af liðinu á 91. mínútu vegna rangstöðu á Ollie Watkins.

Handarkriki Watkins virtist vera örlítið fyrir innan en það er þó ekki hluti af líkamanum sem má skora með.

„Ég er vonsvikinn með úrslitin en mjög ánægður með frammistöðuna. Að mínu mati vorum við frábærir en einbeitingarleysi kostaði tvö mörk," sagði Smith.

„Við brugðumst vel við og vorum ákafir. Þeir skiptu út tveimur leikmönnum í hálfleik og það segir alla söguna um fyrri hálfleikinn."

„Það leit út fyrir að við myndum ná sigrinum en við leyfðum Said [Benrahma] að senda með hægri fætinum í teiginn og við komumst ekki nálægt boltanum."

„Eftir það var þetta einstefna. Við fengum víti sem við klikkuðum á og svo var mark dæmt af okkur vegna líkamshluta sem hann má ekki einu sinni skora með."

Athugasemdir
banner
banner
banner