Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 30. nóvember 2022 11:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugi Baldurs tekur sér pásu frá þjálfun
Guðlaugur Baldursson.
Guðlaugur Baldursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðlaugur Baldursson verður ekki áfram aðstoðarþjálfari ÍA á næstu leiktíð þar sem hann hefur ákveðið að taka frá sér pásu frá þjálfun.

Guðlaugur, eða Laugi eins og hann er jafnan kallaður, er reynslumikill þjálfari sem hefur verið aðalþjálfari hjá ÍBV, ÍR, Keflavík og Þrótti. Hann hefur einnig gegnt stöðu aðstoðarþjálfara hjá FH og var hann aðstoðarþjálfari Jóns Þórs Haukssonar hjá ÍA á síðustu leiktíð.

Hann er á fullu í fyrirtækjarekstri og hefur því ákveðið að taka sér pásu frá þjálfun.

„Ég er kominn með eigið fyrirtæki og það er mjög mikið að gera þar. Þess vegna er ég að draga mig út úr fótboltanum. Þetta er búið að fylgja manni í ansi mörg ár, þjálfunin. Þetta eru 30 ár," segir Laugi í samtali við Fótbolta.net.

Er eitthvað sem stendur upp úr frá þessum tíma?

„Það er svo margt. Það unnust titlar með FH sem var hrikalega skemmtilegur tími. Bæði að vinna titla og Evrópuleikirnir líka. Þetta var allt saman skemmtilegt. Fyrsta meistaraflokksverkefnið var 2002 þegar ég var með Sigga Jóns í FH. Svo var skemmtilegt að fara til Vestmannaeyja sem aðalþjálfari frekar ungur. Það er fullt af frábærum hlutum sem maður getur tekið með sér."

„Það er ástríða sem fylgir þessu og manni hefur þótt þetta hrikalega skemmtilegt."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner