Hætta er á að fleiri stig verði dregin af Everton en nú er verið að skoða reikninga félagsins fyrir 2022-23 tímabilið og möguleg brot á fjárhagsreglum.
Fyrr í þessum mánuði voru tíu stig dregin af Everton fyrir að brjóta reglur um hagnað og sjálfbærni fyrir tímabilið 2021-22. Everton hefur sagst ætla að áfrýja þeim dómi.
Fyrr í þessum mánuði voru tíu stig dregin af Everton fyrir að brjóta reglur um hagnað og sjálfbærni fyrir tímabilið 2021-22. Everton hefur sagst ætla að áfrýja þeim dómi.
Nú segir The Times að mögulegt sé að fleiri stig verði dregin af Everton en niðurstaða ætti að verða ljós áður en yfirstandandi tímabili lýkur.
Fyrir 3-0 tapleikinn gegn Manchester United síðasta sunnudag létu stuðningsmenn Everton í ljós óánægju sína með refsinguna og stigafrádráttinn.
Everton er í 19. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að stigin voru tekin í burtu, með fjögur stig líkt og Burnley en með betri markatölu.
Athugasemdir