Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var nokkuð sáttur með 4-0 sigurinn á LASK Linz í Evrópudeildinni í kvöld. Sigurinn kom Liverpool áfram í 16-liða úrslitin.
Liverpool var með öll völd á leiknum og fór inn í hálfleikinn með tveggja marka forystu.
Klopp var nokkuð ánægður við frammistöðuna en hefði viljað sjá liðið drepa leikinn fyrir lok fyrri hálfleiks.
„Það mikilvægasta í þessu er það að við erum í efsta sæti riðilsins og það mun ekki breytast, sem er gott. Ég sá margt gott og líka hluti sem mér leist ekkert svo vel á. Þannig er það.“
„Við erum alltaf að segja þetta, en við verðum að halda áfram að vaxa og þróa leik okkar. Fótboltinn var góður en við áttum að ganga frá þessum leik fyrir hálfleik. Ef þú ert með yfirhöndina þá verður þú að drepa leikinn. Við gerðum það ekki, en í 2-0 eða 3-0 var þetta frábært. Við opnuðum leikinn aðeins og bara frábært að vinna 4-0.“
Liverpool hélt hreinu og var það einn af jákvæðu punktum kvöldsins.
„Það er mjög gott, Varnarlega fannst mér við gríðarlega sterkir. Við héldum vörninni vel og það er mikilvægt. Síðan kunnum við að spila fótbolta og þannig er það nú bara. Við vorum mjög góðir á mörgum augnablikum en síðan misstum við taktinn með skiptingunum.“
Liverpool er búið að vinna riðilinn þegar ein umferð er eftir og gladdi það Klopp verulega.
„Það er gott. Við eigum mikilvægan leik gegn Union Saint-Gilloise í lokaumferðinni, þar sem við munum fara og spila fótboltaleik sem við ætlum að vinna, en samt gott að þurfa ekki að vinna hann. Þessi keppni klárast síðan í bili en síðan hefst önnur í janúar.“
Enski varnarmaðurinn Conor Bradley spilaði sinn fyrsta Evrópuleik með Liverpool, en stjórinn segir hann svakalegt efni.
„Ég elska það. Þú sást á nokkrum augnablikum í leiknum að hann er með svakalega hæfileika. Við treystum á hann og þetta var bara frábært að sjá. Það var margt jákvætt í þessu. Eftir leikinn sagði ég honum að njóta augnabliksins. Hann er mjög klókur þegar það kemur að fótbolta, en líkaminn þarf að halda áfram að vaxa,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir