Gyökeres í forgangi hjá Arsenal - Sargent orðaður við Brentford - City og Dortmund hafa áhuga á Camarda
banner
   fim 30. nóvember 2023 10:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd hefur áhuga á liðsfélaga Alberts
Radu Dragusin.
Radu Dragusin.
Mynd: EPA
Samkvæmt ProSport í Rúmeníu þá eru mörg félög að fylgjast með bakverðinum Radu Dragusin.

Hann er á mála hjá Genoa á Ítalíu og er þar liðsfélagi Alberts Guðmundssonar.

Dragusin er 21 árs gamall miðvörður sem var áður á mála hjá Juventus. Hann var lánaður til Genoa á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að komast upp úr B-deildinni. Í kjölfarið var hann keyptur til félagsins.

Hann hefur heillað með frammistöðu sinni í Serie A á þessu tímabili og verið besti maður Genoa ásamt Alberti.

Man Utd er að leitast eftir því að bæta við sig miðverði og hefur áhuga á Dragusin en mörg önnur félög hafa sent njósnara til að fylgjast með honum. Þar á meðal eru Barcelona, Arsenal, AC Milan, Newcastle og Tottenham.

Dragusin skrifaði nýverið undir nýjan samning við Genoa en það er talið að hann sé með 30 milljón evra riftunarverð í samningi sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner