Onana til Villa - Klopp hefur ekki áhuga á enska landsliðsþjálfarastarfinu - Atletico vill Alvarez
   þri 31. janúar 2023 20:10
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jorginho mættur til Arsenal (Staðfest)
Mynd: Arsenal

Ítalski miðjumaðurinn Jorginho er genginn til liðs við Arsenal frá erkifjendunum í Chelsea. Hann gerir eins árs samning við rauða liðið í London.

Kaupverðið er 12 milljónir punda.


Þessi 31 árs gamli leikmaður var lykilmaður í liði Chelsea frá því hann kom frá Napoli árið 2018. Hann lék 213 leiki fyrir félagið.

Hann vann Evrópudeildina einu sinni og Meistaradeildina einu sinni á tíma sínum hjá Chelsea.

Arsenal er svo sannarlega að styrkja sig fyrir síðari hluta tímabilsins en liðið situr á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner