Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   fös 31. mars 2023 21:18
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Frankfurt missteig sig gegn Bochum
Randal Kolo Muani skoraði mark Frankfurt úr vítaspyrnu
Randal Kolo Muani skoraði mark Frankfurt úr vítaspyrnu
Mynd: EPA
Eintracht Frankfurt 1 - 1 Bochum
0-1 Takuma Asano ('13 )
1-1 Randal Kolo Muani ('22 , víti)

Eintracht Frankfurt og Bochum skildu jöfn, 1-1, í þýsku deildinni í kvöld.

Japanski leikmaðurinn Takuma Asano skoraði eftir aukaspyrnu. Kevin Trapp varði fyrstu tilraun frá Anthony Losilla en Asano var réttur maður á rettum stað og skoraði.

Níu mínútum síðar jöfnuðu Frankfurt-menn. Randal Kolo Muani komst vinstra megin inn í teiginn og var að finna sér skotstöðu er Konstantinos Safylidis fór aftan í hann og vítaspyrna dæmd. Kolo Muani skoraði sjálfur úr spyrnunni.

Í síðari hálfleiknum tókst Bochum að bjarga á línu og þá átti Kevin Stoger, leikmaður Bochum, skot í þverslá úr aukaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir.

Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1. Frankfurt er í 6. sæti með 41 stig en Bochum með 26 stig í 14. sæti.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 7 7 0 0 27 4 +23 21
2 RB Leipzig 7 5 1 1 10 9 +1 16
3 Stuttgart 7 5 0 2 11 6 +5 15
4 Dortmund 7 4 2 1 13 6 +7 14
5 Leverkusen 7 4 2 1 16 11 +5 14
6 Köln 7 3 2 2 12 10 +2 11
7 Union Berlin 7 3 1 3 11 14 -3 10
8 Eintracht Frankfurt 6 3 0 3 17 16 +1 9
9 Freiburg 6 2 2 2 9 9 0 8
10 Hamburger 7 2 2 3 7 10 -3 8
11 Werder 7 2 2 3 11 16 -5 8
12 St. Pauli 6 2 1 3 8 9 -1 7
13 Augsburg 7 2 1 4 12 14 -2 7
14 Hoffenheim 6 2 1 3 9 12 -3 7
15 Wolfsburg 7 1 2 4 8 13 -5 5
16 Mainz 7 1 1 5 8 14 -6 4
17 Heidenheim 7 1 1 5 6 13 -7 4
18 Gladbach 7 0 3 4 6 15 -9 3
Athugasemdir