Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 31. maí 2020 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Allt stefnir í að Ighalo verði áfram hjá United
Mynd: Getty Images
Odion Ighalo kom til Manchester United að láni frá Shanghai Shenhua í janúar. Allt benti til þess að hann myndi snúa til baka til Kína í dag en Manchester United er sagt svo gott sem búið að ganga frá framlengingu á lánssamningi nígeríska framherjans.

Shanghai var upprunalega einungis opið fyrir því að leyfa Ighalo að vera áfram á Englandi ef hann yrði keyptur til United. United hafði ekki áhuga á því.

Ighalo hefur skorað fjögur mörk í átta leikjum með United en sett var stórt spurningarmerki um að fá þrítugan framherja að láni í janúar.

Heimildarmenn sem eru vel tengdir Ighalo segja að viðræður séu langt komnar og herma þeirra heimildir að Ighalo verði hjá United út janúar 2021.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner