Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 31. maí 2020 17:54
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Jadon Sancho fór fyrir sínum mönnum í Dortmund
Sancho minntist George Floyd, sem var myrtur af lögreglumanni í Bandaríkjunum á dögunum.
Sancho minntist George Floyd, sem var myrtur af lögreglumanni í Bandaríkjunum á dögunum.
Mynd: Getty Images
Paderborn 1 - 6 Borussia D.
0-1 Thorgan Hazard ('54 )
0-2 Jadon Sancho ('57 )
1-2 Uwe Hunemeier ('72 , víti)
1-3 Jadon Sancho ('74 )
1-4 Achraf Hakimi ('85 )
1-5 Marcel Schmelzer (89)
1-6 Jadon Sancho ('90 )

Englendingurinn Jadon Sancho átti stórkostlegan leik fyrir Borussia Dortmund gegn botnliðinu Paderborn í seinni leik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni.

Þetta var fyrsti byrjunarliðsleikur Sancho eftir að þýska úrvalsdeildin fór aftur af stað eftir kórónuveirufaraldurinn, en fyrsta markið í leiknum kom ekki fyrr en eftir níu mínútur í síðari hálfleik. Það gerði Thorgan Hazard.

Sancho skoraði annað markið, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði tvö mörk til viðbótar eftir það. Þrenna hjá þessum tvítuga kantmanni sem hefur verið sterklega orðaður við Manchester United. Eftir markalausan fyrri hálfleik vann Dortmund að lokum 6-1 sigur.

Dortmund er í öðru sæti með sjö stigum minna en topplið Bayern München. Paderborn er á botninum og útlitið er dökkt fyrir Íslendingaliðið. Samúel Kári Friðjónsson var ekki í hóp hjá Paderborn, en hann hefur verið að glíma við meiðsli.

Sjá einnig:
Þýskaland: Pluram tengingin sterk hjá Gladbach - Union í frjálsu falli


Athugasemdir
banner
banner
banner