Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 31. maí 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Segja að Everton þurfi að taka ákvörðun í dag
Coady
Coady
Mynd: EPA
Everton gæti þurft að taka ákvörðun í dag hvort að félagið ætli sér að virkja kaupaákvæði í lánssamningnum við Conor Coady.

Samkvæmt heimildum Football Insider setti Wolves dagsetninguna 31. maí í lánssamninginn og hefur Everton því út daginn í dag til þess að taka ákvörðun.

Coady kom til Everton frá Wolves í ágúst á lánssamningi út tímabilið. Everton þarf að reiða fram 4,5 milljónr punda ef félagið vill kaupa miðvörðinn af Úlfunum.

Coady er þrítugur Englendingur sem uppalinn er hjá Liverpool. Hann hefur leikið tíu landsleiki fyrir England.

Samningur Coady vil Wolves gildir fram á sumarið 2025. Í vetur kom hann við sögu í 24 úrvalsdeildarleikjum með Everton, skoraði eitt mark og lagði eitt upp. Hann var í byrjunarliðinu í lokaleiknum þegar Everton bjargaði sér frá falli með sigri á Bournemouth.

„Þetta (fallbaráttan) er orðin eitthvað sem við vildum ekki að hún hefði orðið. Þetta er eitthvað sem við þufum að bæta, þurfum að endurstilla okkur. Ef ég á að vera hreinskilinn þá hefur þetta verið erfiðasta tímabil lífs míns og ferilsins. Loksins erum við hólpnir og þetta er mikill léttir," sagði Coady við Sky Sports eftir lokaleik tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner