Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 31. júlí 2020 13:00
Elvar Geir Magnússon
Framkvæmdastjóraskipti hjá Liverpool
Peter Moore með Virgil van Dijk eftir að Liverpool vann HM félagsliða í desember.
Peter Moore með Virgil van Dijk eftir að Liverpool vann HM félagsliða í desember.
Mynd: Getty Images
Peter Moore, framkvæmdastjóri Liverpool, mun láta af störfum í næsta mánuði eftir þrjú ár í starfi. Moore er að flytja aftur með eiginkonu sinni til Bandaríkjanna þar sem hann starfaði í 36 ár.

Moore vann fyrir Sega, Reebok, Microsoft og EA áður en hann var ráðinn framkvæmdastjóri Liverpool 2017.

Billy Hogan mun taka við sem framkvæmdastjóri félagsins en hann hefur starfað fyrir eigendur Liverpool síðan 2004. Hann hefur verið að vinna við markaðsmál hjá félaginu.

Hogan er maðurinn á bak við nýja treyjusamning Liverpool við Nike en hann tekur gildi á morgun.

„Það hafa verið forréttindi að fá að vinna fyrir þetta félag í átta ár. Það er svo sannarlega heiður að taka við þessu starfi," segir Hogan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner