Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 31. júlí 2020 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Höwedes leggur skóna á hilluna
Höwedes í treyju númer 4. Við hlið hans eru Miroslav Klose, Thomas Müller og Toni Kroos.
Höwedes í treyju númer 4. Við hlið hans eru Miroslav Klose, Thomas Müller og Toni Kroos.
Mynd: Getty Images
Þýski landsliðsmaðurinn fyrrverandi Benedikt Höwedes er búinn að leggja fótboltaskóna á hilluna.

Höwedes er 32 ára gamall og lék síðast með Lokomotiv Moskvu í rússneska boltanum.

Hann spilaði fyrir Schalke næstum allan ferilinn. Hann var lánaður til Juventus 2017-18 en fékk lítinn spiltíma og fór að lokum til Moskvu.

Höwedes á 44 landsleiki að baki fyrir Þýskaland og spilaði allar mínúturnar er Þjóðverjar unnu HM 2014 í Brasilíu. Hann er goðsögn hjá Schalke og spilaði 335 leiki á tíu árum með meistaraflokki.
Athugasemdir
banner
banner
banner