Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 31. júlí 2021 11:39
Brynjar Ingi Erluson
Atalanta kaupir Lovato frá Hellas Verona (Staðfest)
Matteo Lovato í leik með U21 árs landsliði Ítalíu
Matteo Lovato í leik með U21 árs landsliði Ítalíu
Mynd: EPA
Ítalski varnarmaðurinn Matteo Lovato er genginn í raðir Atalanta frá Hellas Verona.

Lovato er 21 árs gamall og hefur spilað 25 leiki í Seríu með með Verona.

Atalanta borgar 8 milljónir evra fyrir Lovato og gæti Verona þénað 3 milljónir til viðbóta ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Lovato skrifaði í dag undir fjögurra ára samning við Atalanta með möguleika á að framlengja um annað ár.

Hann verður að öllum líkindum arftaki Cristian Romero sem gæti verið á leið til Tottenham Hotspur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner