
Isak lék yfir 100 leiki fyrir Real Sociedad á árunum 2019 og 2022 og er nú við æfingar á svæði félagsins samkvæmt Daily Mail.
Sóknarmaðurinn Alexander Isak hjá Newcastle æfir um þessar mundir einn á æfingasvæði síns fyrrum félags á Spáni, Real Sociedad.
Framtíð hans hefur verið mikið í umræðunni en Newcastle gaf það út að hann yrði ekki með í æfingaferð í Singapúr þar sem hann væri að glíma við minniháttar meiðsli í læri.
Framtíð hans hefur verið mikið í umræðunni en Newcastle gaf það út að hann yrði ekki með í æfingaferð í Singapúr þar sem hann væri að glíma við minniháttar meiðsli í læri.
Liverpool vill fá þennan 25 ára sænska sóknarmann og hann er sagður hafa tilkynnt Newcastle að hann vilji færa sig um set. Sagt er að hann hafi þegar munnlegt samkomulag við Liverpool um kaup og kjör.
Talað hefur verið um að Liverpool gæti keypt hann á 150 milljónir punda. Einnig hefur verið áhugi á Isak frá Sádi-Arabíu en leikmaðurinn hefur skorað 54 úrvalsdeildarmörk fyrir Newcastle síðan hann gekk í raðir félagsins 2022.
Isak lék yfir 100 leiki fyrir Real Sociedad á árunum 2019 og 2022 og er nú við æfingar á svæði félagsins samkvæmt Daily Mail.
Ef Isak yfirgefur Newcastle mun félagið líklega reyna við Benjamin Sesko, sóknarmann RB Leipzig, en hann er einnig á óskalista Manchester United.
Athugasemdir