Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. maí 2011 07:30
Sebastían Sævarsson Meyer
Zlatan Ibrahimovic deildarmeistari átta ár í röð
Mynd: Getty Images
Zlatan fagnar deildarsigrinum í gær ásamt Allegri þjálfara Milan.
Zlatan fagnar deildarsigrinum í gær ásamt Allegri þjálfara Milan.
Mynd: Getty Images
Sænski framherjinn Zlatan Ibrahimovic hefur skráð sig í sögubækurnar eftir að lið hans AC Milan varð í gær ítalskur meistari, en þetta er hans áttundi deildartitill í röð.

Á þessum átta árum hefur hann spilað með fimm liðum í þremur mismunandi löndum og alltaf verið í meistaraliðinu síðan 2004.

Það ár var Ibrahimovic á mála hjá Ajax í Hollandi þegar liðið vann deildina á sannfærandi hátt. Hann var síðan seldur til Juventus á 16 milljónir evra og varð ítalskur meistari á sínu fyrsta ári. Hann vann síðan ítölsku deildina aftur með Juventus ári seinna en liðið var sent niður í Serie B eftir mútuskandalinn fræga.

Zlatan yfirgaf félagið eftir það og fór til Inter fyrir 25 milljónir evra. Hann spilaði þar í þrjú tímabil og varð deildarmeistari í öll skiptin. Hann var algjör lykilmaður í liði Internazionale, en hann dró vagninn þar sem hann skoraði 57 mörk í 88 leikjum í deildinni.

Barcelona hreifst af leikmanninum og ákvað að að bjóða í leikmanninn sumarið 2009. Að lokum náðist samkomulag á milli félaganna og fór Zlatan til Barcelona fyrir metfé á 46 milljónir evra auk Samuel Eto’o í skiptum. Hann er þar með næst dýrasti leikmaður allra tíma á eftir Cristiano Ronaldo.

Hann átti bærilegt tímabil með Barcelona þegar hann skoraði 16 mörk í 29 deildarleikjum. Barcelona vann þá deildina með 99 stig og var þetta sjöundi deildartitill Zlatans í röð.

Í fyrrasumar var hann síðan lánaður til AC Milan en ítalska deildin hentar leikmanninum mjög vel. Í gær tryggði Milan sér sinn fyrsta ítalska meistaratitil síðan 2004 þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Roma. Þetta er því áttundi deildarmeistaratitill Zlatans í röð.
banner
banner