Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 10. júlí 2011 10:33
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Daily Mail 
Stærstu félögin vilja banna samning Man City við Ethihad
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Stærstu félög Evrópu munu berjast fyrir því innan Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, að styrktarsamningur Manchester City um nafnarétt á leikvangi félagsins verði afturkallaður.

Man City tilkynnti á dögunum 400 milljón punda samning um að leikvangurinn bæri nafn Ethihad flugfélagsins en samningurinn er talinn sérstaklega búinn til svo hægt sé að rétta af bókhald enska félagsins.

Samkvæmt nýjum fjármálargelum UEFA verða félög að vera sjálfum sér næg sem þýðir að City sem tapaði 213,5 milljónum punda undanfarin tvö ár átti litla möguleika áður en samningurinn var gerður.

UEFA vill líka fylgjast með því að félögin fái markaðsvirði fyrir þá samninga sem þau gera og félögin benda á stærsta samning um nafnarétt á leikvangi sem fyrir finnst en það er samningur New York Mets við Citybank sem skilar 18 milljónum punda á ári.

Sú staðreynd að Emírinn af Abu Dhabi, Sheik Khalifa á Ethihad og hann er bróðir Sheik Mansour sem á Manchester City er ástæða þess að menn eru fullir grunsemdu um hvort heiðarlega sé staðið að málum að því er segir í Daily Mail í dag.

Ethihad sem er flugfélagið í Abu Dhabi hefur aldrei skilað hagnaði síðan það var stofnað árið 2003 en búist er við hagnaði þetta árið.
banner
banner