Wharton til Real Madrid - Chelsea vill Vini - Sunderland horfir til Barcelona - Sterling að losna úr prísundinni?
   mán 05. janúar 2026 08:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Emil Larsen til Vals (Staðfest)
Mynd: Valur
Emil Alexander Thorsted Larsen hefur verið ráðinn markmannsþjálfari Vals. Hann mun starfa bæði með meistaraflokki karla og kvenna og í tilkynningu félagsins segir að hann muni færa markmönnum félagsins sérhæfða þjálfun á hæsta stigi.

Tilkynning Vals
Larsen kemur til Vals með afar sterkan feril að baki. Hann er handhafi UEFA GK-A leyfis, auk UEFA B og GK-B leyfa. Undanfarið hefur hann starfað sem markmannsþjálfari hjá Lyngby Boldklub í Danmörku, þar sem hann þjálfaði U17 og U19 lið félagsins og aðstoðaði jafnframt við meistaraflokk. Þá hefur hann gegnt veigamiklum hlutverkum hjá Brøndby IF og danska knattspyrnusambandinu (DBU).

Gareth Owen, tæknilegur yfirmaður Vals, segir:

„Við erum afar ánægð með að fá Emil til liðs við Val. Djúp þekking hans og metnaður í markmannsþjálfun mun nýtast félaginu gríðarlega í þeirri vegferð að halda áfram að hækka kröfur okkar. Í Val eru fjölmargri efnilegir ungir markmenn sem munu njóta góðs af komu Emils. Auk þess er ráðningin lykilhluti af heildarmyndinni enda eru þjálfarateymi karla og kvenna nú fullskipuð fyrir keppnistímabilið 2026.“

Við bjóðum Emil Larsen hjartanlega velkominn i Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner