Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 21. maí 2008 07:30
Fótbolti.net
Spá fyrirliða og þjálfara fyrir 3.deild: A-riðill
Úr leik KV og Ægis. KV er spáð sigri í A-riðli í ár en Ægi er spáð 2-3.sæti.
Úr leik KV og Ægis. KV er spáð sigri í A-riðli í ár en Ægi er spáð 2-3.sæti.
Mynd: Guðmundur Karl
KFR er spáð sjötta sæti en KFS er spáð 2-3.sæti.
KFR er spáð sjötta sæti en KFS er spáð 2-3.sæti.
Mynd: Guðmundur Karl
Árborg verður í 4.sæti ef spáin gengur upp.
Árborg verður í 4.sæti ef spáin gengur upp.
Mynd: Guðmundur Karl
Fótbolti.net fékk alla þjálfara og fyrirliða í þriðju deild karla til að spá fyrir um lokaniðurstöðuna í sínum riðlum.

Í dag birtum við niðurstöðurnar úr A-riðli en þjálfararnir og fyrirliðarnir röðuðu liðunum í 1-5.sæti og fékk liðið í fyrsta sæti 5 stig, liðið í öðru sæti 4 stig og svo koll af kolli. Ekki var hægt að velja sitt eigið lið í spánni.


Spá fyrirliða og þjálfara í A-riðli:
1. KV 44 stig
2-3. KFS 34 stig
2-3. Ægir 34 stig
4. Árborg 31 stig
5. Berserkir 21 stig
6. KFR 16 stig

1.KV
Heimavöllur: KR-völlur
Heimasíða: http://www.fckv.com/
Þetta unga félag úr Vesturbæ hefur leikið alla tíð í þriðju deild en það var stofnað haustið 2004. Liðið er að mestu skipað leikmönnum sem eru uppaldir hjá KR. Í fyrra endaði KV í 6.sæti B-riðils af átta liðum en í ár er búist við meira af liðinu. Í vor hefur það ná fínum úrslitum í æfingaleikjum og þá komst liðið í undanúrslit í C-deild Lengjubikarsins.

2-3.KFS
Heimavöllur: Helgafellsvöllur
Heimasíða: http://kfs.eyjar.is/
KFS hefur styrkt leikmannahóp sinn að undanförnu og liðið hefur alla burði til að ná langt í sumar. Læknirinn Hjalti Kristjánsson er sem fyrr við stjórnvölinn og meðal reynslubolta í liðinu má nefna markaskorarann Steingrím Jóhannesson. Í fyrra endaði KFS í 3.sæti í A-riðli en liðið ætlar sér stærri hluti í sumar.

2-3.Ægir
Heimavöllur: Þorlákshafnarvöllur
Heimasíða: http://www.aegirfc.is/
Ægismenn náðu fínum árangri í Lengjubikarnum og töpuðu naumlega 4-3 fyrir Ými í úrslitaleik C-deildar. Ægismenn hafa styrkt sig í vetur og samkvæmt spánni endar liðið ofar en í fyrra en þá varð niðurstaðan 4.sæti í A-riðli, stigi á eftir KFS. Þessi lið eru einmitt jöfn í 2-3.sæti í spánni ár.

4.Árborg
Heimavöllur: Selfossvöllur
Heimasíða: http://www.arborgfc.net/
Árborg hefur leikið í þriðju deildinni frá því árið 2001 en þetta hressa lið frá Selfossi hefur ekki ennþá komist í úrslitakeppnina þó oft hafi munað mjóu. Í fyrra endaði liðið 6.sæti í A-riðli en í ár búast fyrirliðar og þjálfarar við að fjórða sætið verði niðurstaðan.

5.Berserkir
Heimavöllur: Víkingsvöllur
Heimasíða: http://www.myspace.com/kfberserkir/
Berserkir eru B-lið Víkings en félagið tók þátt í þriðju deild í fyrsta skipti í fyrra. Niðurstaðan þá varð 5.sæti í C-riðli og samkvæmt spánni verður 5.sætið einnig niðurstaðan í ár. Leikmenn liðsins eru flestir uppaldir Víkingar en á meðal þeirra er Bjarni Lárus Hall söngvari hljómsveitarinnar JeffWho?.

6.KFR
Heimavöllur: Hvolsvöllur
Heimasíða: http://www.kfrang.is/
KFR sendi aftur lið til keppni í meistaraflokki í fyrra eftir nokkurra ára hlé. Þá reið liðið ekki feitum hesti og endaði í neðsta sæti A-riðils án sigurs. Í Lengjubikarnum í ár voru hins vegar mikil batamerki hjá liðinu en níu stig komu í hús og minnstu munaði að liðið kæmist í undanúrslitin.
Athugasemdir
banner
banner
banner