Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. maí 2008 10:00
Fótbolti.net
Spá fyrirliða og þjálfara fyrir 3.deild: B-riðill
BÍ/Bolungarvík er spáð toppsætinu í riðlinum.
BÍ/Bolungarvík er spáð toppsætinu í riðlinum.
Mynd: Valgeir Kárason
Álftnesingum er spáð öðru sæti í riðlinum en KFG er spáð 5.sæti.
Álftnesingum er spáð öðru sæti í riðlinum en KFG er spáð 5.sæti.
Mynd: Víkurfréttir - Jón Björn Ólafsson
Hamrarnir/Vinir enda í 3.sæti og Hvíti riddarinn í 6.sæti ef spáin gengur eftir.
Hamrarnir/Vinir enda í 3.sæti og Hvíti riddarinn í 6.sæti ef spáin gengur eftir.
Mynd: Fótbolti.net - Steinar Ægisson
Þrótti Vogum er spáð 4.sæti.
Þrótti Vogum er spáð 4.sæti.
Mynd: Kristbjörg Una Guðmundsdóttir
Fótbolti.net fékk alla þjálfara og fyrirliða í þriðju deild karla til að spá fyrir um lokaniðurstöðuna í sínum riðlum.

Í dag birtum við niðurstöðurnar úr B-riðli en þjálfararnir og fyrirliðarnir röðuðu liðunum í 1-5.sæti og fékk liðið í fyrsta sæti 5 stig, liðið í öðru sæti 4 stig og svo koll af kolli. Ekki var hægt að velja sitt eigið lið í spánni.

Spá fyrirliða og þjálfara í B-riðli:
1. BÍ/Bolungarvík 41 stig
2. Álftanes 40 stig
3. Hamrarnir/Vinir 30 stig
4. Þróttur Vogum 25 stig
5. KFG 23 stig
6. Hvíti riddarinn 19 stig



1. BÍ/Bolungarvík
Heimavöllur: Torfnesvöllur
Heimasíða: http://www.bi88.is/ og http://www.umfb.is/
BÍ/Bolungarvík var hársbreidd frá því að komast upp í aðra deild í fyrra en liðið tapaði gegn Tindastól í viðureignum um að komast upp. Slobodan Milisic, fyrrum þjálfari KA, hefur tekið við BÍ/Bolungarvík en liðið hefur misst nokkra sterka pósta frá því síðastliðið sumar. Aftur á móti hafa aðrir sterkir leikmenn komið inn, meðal annars tveir erlendir leikmenn og þá verður Pétur Geir Svavarsson, markahæsti leikmaður 3.deildar í fyrra, áfram hjá liðinu en hann verður í láni frá Fjarðabyggð.

2. Álftanes
Heimavöllur: Bessastaðavöllur
Heimasíða: http://www.umfa.is/meistaraflokkur/
Álftanes sendi lið til leiks á Íslandsmótinu í fyrra og í ár er liðinu spáð góðu gengi. Dragi Pavlov tók við þjálfuninni síðastliðið haust en í liði Álftnesinga eru margir ungir og sprækir leikmenn. Í vetur náði liðið ágætis úrslitum og komst meðal annars í undanúrslit í C-deild Lengjubikarsins.

3. Hamrarnir/Vinir
Heimavöllur: ÍR-völlur
Hamrarnir og Vinir hafa leikið í þriðju deildinni undanfarin ár en þessi tvö lið frá Akureyri hafa nú sameinast og flutt starfsemi sína til Reykjavíkur. Í sumar mun liðið leika heimavelli sína á ÍR-velli en í leikmannahópnum eru nokkrir sterkir leikmenn sem hafa reynslu af efri deildum.

4. Þróttur Vogum
Heimavöllur: Vogavöllur
Þróttur Vogum sendir lið til keppni í þriðju deildina í ár eftir átta ára hlé. Liðið hefur fengið leikmenn til liðs við sig víða af Suðurnesjum og Jakob Már Jónharðsson er við stjórnvölinn. Spennandi verður að sjá hvernig Þrótturum mun ganga í sumar en liðinu er spáð 4.sæti í B-riðlinum.

5. KFG
Heimavöllur: Stjörnuvöllur
KFG er nýtt lið í Garðabæ sem sendir lið til keppni í fyrsta sinn í ár. Lárus Guðmundsson, fyrrum atvinnumaður, stýrir liðinu en hann þjálfaði Stjörnuna í fyrra. Margir gamlir Stjörnumenn eru í liðinu sem lagði Álftanes 3-2 í fyrsta leik þriðju deildar í fyrrakvöldl.

6. Hvíti riddarinn
Heimavöllur: Varmárvöllur
Hvíti riddarinn hefur tekið stakkaskiptum síðan á síðasta ári. Kjarninn úr liðinu er breyttur og Afturelding hefur tekið við rekstri liðsins. Hvíti riddarinn er núna "b-lið" Aftureldingar en liðið er að mestu skipað ungum strákum á aldrinum 22-17 ára. Á síðasta tímabili endaði liðið í sjötta sæti í C-riðli og sjötta og neðsta sætið verður einnig niðurstaðan í ár ef spáin rætist.
Athugasemdir
banner
banner
banner