Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 21. maí 2009 20:31
Fótbolti.net
2.deild umfjallanir: Reynir sigraði grannaslaginn
Jafnt hjá Njarðvík og Hvöt
Úr leik Njarðvíkur og Hvatar.
Úr leik Njarðvíkur og Hvatar.
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
Leikmenn Hvatar fagna.
Leikmenn Hvatar fagna.
Mynd: Fótbolti.net - Sölvi Logason
Hjörvar Hermannsson skoraði sigurmark Reynis og fagnar því hér.
Hjörvar Hermannsson skoraði sigurmark Reynis og fagnar því hér.
Mynd: Jón Örvar Arason
Dómarin flautar af og Reynismenn fagna sigri í dag.
Dómarin flautar af og Reynismenn fagna sigri í dag.
Mynd: Jón Örvar Arason
Úr leik Tindastóls og ÍH/HV.
Úr leik Tindastóls og ÍH/HV.
Mynd: Valgeir Kárason
Mynd: Valgeir Kárason
Leikmenn ÍH/HV fagna marki.
Leikmenn ÍH/HV fagna marki.
Mynd: Valgeir Kárason
Bjarki Már Árnason skorar sigurmarkið.
Bjarki Már Árnason skorar sigurmarkið.
Mynd: Valgeir Kárason
Garðar Guðnason skoraði fyrir Gróttu.
Garðar Guðnason skoraði fyrir Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Kristinn Ingi skoraði fyrir Hamar.
Kristinn Ingi skoraði fyrir Hamar.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Magni gerði jafntefli við Hött í dag.
Magni gerði jafntefli við Hött í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Önnur umferðin í 2.deild karla fór fram í dag. Hér að neðan má sjá umfjallanir um leiki dagsins.



Tíu Hvatarmenn náðu í stig

Njarðvík 1-1 Hvöt
0-1 Óskar Snær Vignisson ('42)
1-1 Alexander Magnússon ('87)
Rautt spjald: Gissur Jónasson ('25) (Hvöt)

Það var hvorki skemmtilegur né góður leikur þegar Njarðvik og Hvöt mættust suður með sjó i dag. Jafntefli 1 - 1 var niðurstaðan.

Í fyrri hálfleik bar það helst til tíðinda að á 25.mínútu var Gissuri Jónassyni fyrirliða Hvatar vikið af velli þegar hann fékk sitt annað gula spjald á stuttum tíma. Við þetta færust Hvatarmenn allir í aukana og náðu að setja mark á 42,mínútu þegar Óskar Snær Vignisson kom boltanum í netið.

Heimamenn virtust ekki geta fært sér liðsmunin því gestirnir höfðu í fullu tré við þá einum færri. Fátt var um markfæri í seinnihálfleik eins og þeim fyrri og allt stefndi í sigur Hvatar þegar Alexander Magnússon náði að jafna leikinn á 87.mínútu. Við markið reyndu Njarðvíkingar hvað þeir gátu til að bæta við marki en ekki gekk það.

Þessi leikur telst seint með þeim betri en eini ljósi punkturinn í honum var barátta Hvatarmann sem ekki voru langt frá því að skila þeim þremur stigum.


Suðurnesjaslagur af bestu gerð

Víðir 0-1 Reynir S
0-1 Hjörvar Hermannsson ('75)

Það var sól og blíð í Garðinum þegar Vilhjálmur Alvar flautaði til leiks í leik Víðis og Reynis á Garðsvelli. Það virtist sem svo að þeir bláklæddu heimamenn væru ekki mættir til leiks fyrstu 15 mínúturnar, Reynismenn voru mun sterkari fyrstu mínúturnar . En Víðismenn vöknuðu þó eftir að hafa þurft að verjast vel.

En það dró til tíðinda á 13. mínútu þegar dómarinn flautaði og dæmdi vítaspyrnu fyrir annsi litlar sakir, Kristján Óli fór á vítapunktinn fyrir gestina en Rúnar Daníelsson í marki heimamanna varði spyrnuna vel og Víðismenn hreinsuðu frá. Liðin sóttu til skiptis en það var ekki fyrren á 23.mínútu að heimamenn fengu sitt fyrsta alvöru færi en þá slapp Hörður Ingi Harðarson einn innfyrir vörn gestanna og svo virðist sem Aron í marki Reynis hafi hikað eitthvað í úthlaupinu og Hörður náði bolltanum en Aron gerði vel þar og varði.

Í kringum 25 mínútu fór vörn Reynis að opnast óþarflega mikið og við það náðu Víðismenn nokkrum góðum sóknum en allt kom fyrir ekki, boltinn vildi ekki inn. Þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik gaf Reynir aðeins í og uppskáru gott gott skot en Rúnar í marki Víðis varði vel, Tveimur mínútum síðar fékk Davíð Örn gott færi en skaut rétt framhjá. Þar við sat í fyrri hálfleik, staðan því 0-0.

Lítið markvert gerðist fyrstu 10 mínúturnar í seinnihálfleik eða allt þar til á 55.mínútu þegar Hörður Ingi átt gott skot sem fór í stöngina og hrökk þaðan til Björns Björnssonar sem leggur hann pent í markið og urðu mikil fagnaðarlæti, en Adam var stutt í paradís því aðstoðardómarinn setti upp flaggið og dæmdi markið af vegna rangstöðu, vilja heimamenn meina að þarna hafi aðstoðardómaranum orðið á í messuni, en áfram hélt leikurinn og sóttu liðin sitt á hvað.

Liðin héldu áfram að sækja og lá markið í loftinu hjá heimamönnum en það var svo á 75.mínútu sem leikar æstust verulega en þá áttu Víðismenn nokkur skot á markið en Reynismaður virtist verja hann með hendinni en sæmilegur dómari leiksins harðneitaði að dæma víti og urðu heimamenn ekki parsáttir við þetta og fékk Steinar Ingimundarson þjálfari Víðis að líta gula spjaldið.

En einungis 2.mínútum síðar komast Reynismenn í sókn, Kristján Óli sendir knöttinn fyrir og þar er Hjörvar Hermannsson og setti boltann í netið og ætlaði allt um koll að keyra, en Hjörvar var nýkominn inná sem varamaður. Fátt gerðist það sem eftir lifði leiks nema kannski það að heimamenn vildu fá dæmda hendi á Reynismenn inní teig en dómarinn var ekki á sama máli. Þessi stórskemmtilegi leikur fór því 0-1 fyrir gestina.

Ummæli eftir leik:

Steinar Ingimundarson þjálfari Víðis var að vonum svekktur í leikslok: "Það var ósanngjarnt að fá ekki 1 stig úr þessum leik en við verðum að horfa á þetta jákvæða, við erum með unga og efnilega spilara sem gerðu vel í dag þrátt fyrir tapið, þeir börðust hetjulega."
Fótbolti.net, Garði - Eðvarð Atli Bjarnason.


Markaþurrð í Víkinni.

BÍ/Bolungarvík 0-0 KS/Leiftur
BÍ/Bolungarvík og KS/Leiftur gerðu markalaust jafntefli á Skeiðisvelli í Bolungarvík. Ekki var hægt að kenna veðrinu um markaþurrðina því það var með eindæmum gott.

Liðin skiptust á að eiga frumkvæði í leiknum en allt kom fyrir ekki, boltinn vildi ekki inn. Leikurinn einkendist af háuum sendingum og skallaeinvígum og var lítið um fína drætti. Eitt mark var skorað í leiknum, það gerðu leikmenn KS/Leifturs en það var dæmt af vegna rangstöðu.

Leikmenn BÍ/Bolungarvíkur áttu þó ívið betri leik í seinni hálfleik og sóttu grimmt undir lok leiksins. KS/Leiftur hafði þá eiginlega bakkað í vörn og virtist ætla að halda í stigið með sex menn í öftustu varnarlínu á tímabili. Undir blálokin fékk BÍ/Bolungarvík óverðskuldaða aukaspyrnu við teig KS/Leifturs.

Eftir góða fyrirgjöf frá Emil Pálssyni, leikmanni BÍ/Bolungarvíkur, besta leikmanni leiksins, stökk Gunnar Már Elíasson, leikmaður BÍ/Bolungarvíkur manna hæst, en náði ekki að stýra boltanum í netið og flautaði dómarinn leikinn af skömmu eftir það færi.
Fótbolti.net, Bolungarvík - Birgir Olgeirsson.


Háloftabolti í blíðskaparveðri á Sauðárkóksvelli
Tindastóll 2-1 ÍH/HV
0-1 (Markaskorara vantar) ('27)
1-1 Bjarki Már Árnason ('35)
2-1 Bjarki Már Árnason ('89)

Það var blíðskaparveður þegar Tindstóll tók á móti ÍH/HV á Sauðárkróksvelli í dag og öll skilyrði til knattspyrnuiðkunnar í hæsta gæðaflokki. Gæðin létu þó á sér standa og virtust liðunum fyrirmunað að halda boltanum á vellinum.

Fátt markvert gerðist fyrstu 15 mínúturnar en á átti Árni Arnarsson góðan skalla eftir fyrirgjöf Fannars Arnar en Hannes Rúnar Hannesson markaður varði vel í horn. Eftir hornið átti Árni Einar gott skot að marki en það vildi ekki betur til en að það fór beint í Einar Örn dómara sem þó reyndi að beygja sig frá skotinu.

Strax á næstu mínútu slapp Fannar Örn innfyrir vörn ÍH/HV en aftur varði Hannes vel.
Það má segja að Hannes Rúnar hafi haldið sínum mönnum inní leiknum því á 21.mínútu fékk Ingvi Hrannar frítt skot í teignum en stórglæsileg markvarsla Hannesar sá til þess að Tindastólsmenn kæmust yfir.

Það var því eins og köld vatnsgusa framan í heimamenn þegar Óli Jón kom ÍH/HV yfir með góðum skalla á 27. mínútu, eftir horn.

Það tók heimamenn ekki langan tíma að komast yfir markið og á 35 mínútu skoraði varnartröllið Bjarki Már með laglegu skoti úr teignum, en hann hefur ekki verið þekktur fyrir að nota lappirnar mikið þegar hann hefur skorað. Ekkert fleira markvert gerðist í fyrri hálfleik og staðan því 1-1 þegar liðin gengu til búningherbeggja.

Síðari hálfleikur var arfaslakur, þó ekki sé meira sagt fyrir utan sitthvort skot beggja liða, Sindri Arnar fyrir ÍH/HV og Ingvi Hrannar fyir heimamenn, það var því eins og þruma úr heiðskíru lofti þegar fyrirliðinn Bjarki Már skoraði sigurmarkið á 89.mínútu fyrir heimamenn og þar við sat.
Fótbolti.net, Sauðárkróki - Þórhallur Rúnar Rúnarsson.


Grótta 4-1 Hamar:
1-0 Agnar Sigurjónsson ('5)
1-1 Kristinn I. Halldórsson ('7)
2-1 Sigurvin Ólafsson ('14, víti)
3-1 Garðar Guðnason ('18)
4-1 Sölvi Davíðsson ('93)

Grótta tók á móti Hamri í 2. umferð 2. deildar fyrr í dag. Aðstæður til knattspyrnuiðkunnar voru með besta móti á Seltjarnarnesinu í dag og sólin skein glatt á þá fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína á völlinn.

Leikurinn fór fjörlega af stað og strax á 5. mínútu voru heimamenn komnir yfir. Eftir hornspyrnu Gróttu barst boltinn inn í teig Hamarsmanna og þar lyfti Garðar Guðnason boltanum á kollinn á Agnari Sigurjónssyni sem skallaði boltann inn af stuttu færi.

Aðeins tveimur mínútum síðar náðu gestirnir að jafna leikinn. Varnarmaður Gróttu missti boltann við miðju vallarins og Kristinn Ingi Halldórsson brunaði upp völlinn og skoraði gott mark að miklu harðfylgi.

Á 14. mínútu fékk Sölvi Davíðsson boltann inní teig og lék skemmtilega framhjá varnarmanni Hamars sem felldi hann og réttilega dæmd vítispyrna. Á punktinn fór Sigurvin Ólafsson sem skoraði að miklu öryggi fyrir heimamenn.

Áfram hélt svo markaveislan og á 18. mínútu voru heimamenn komnir í 3-1. Nú var að verki Garðar Guðnason. Grótta fékk aukaspyrnu út á kanti og gáfu boltann inn í vítateig Hamars og boltinn barst þaðan út til Garðars sem tók hann á lofti og skoraði glæsilegt mark. Fjögur mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins staðreynd.

Eftir þetta róaðist leikurinn aðeins niður en Grótta stjórnaði leiknum út hálfleikinn.

Síðari hálfleikur var öllu rólegri en samt litu nokkur góð færi dagsins ljós, sem skiptust jafnt á milli heimamanna og gestanna.

Hamarsmenn beittu hættulegum skyndisóknum en komu ekki boltanum framhjá Kristjáni Finnbogasyni í marki Gróttu sem var vel á verði í markinu.

Grótta sótti nokkuð og hélt áfram að stjórna leiknum að mestu leiti.

Í uppbótartíma náði svo Grótta að skora sitt 4. mark. Þar var að verki Sölvi Davíðsson sem skallaði boltann inn eftir sendingu utan af kanti frá Agnari Sigurjónssyni.

Allt í allt var leikurinn fínasta skemmtun með mörgum mörkum og fullt af færum. Mikið var þó af feilsendingum hjá báðum liðunum og ljóst er að þau enn eftir að pússa sig endanlega saman fyrir sumarið.
Fótbolti.net, Seltjarnarnesi - Gunnar Þorbergur Gylfason.


Magni 1-1 Höttur:
1-0 Ingvar Már Gíslason ('15)
1-1 Vilmar Freyr Sævarsson ('51)

Leikur Magna og Hattar fór fram í Boganum á Akureyri vegna þess að Grenivíkurvöllur er ekki tilbúinn. Leikmenn Magna byrjuðu leikinn af krafti og skoruðu mark eftir 15 mínútna leik, þar var fyrirliðinn Ingvar Már Gíslason að verki með góðum skalla eftir fyrirgjöf Þorsteins Þorvaldssonar af hægri kantinum.

Magnamenn voru mun betri aðilinn fyrsta hálftímann af leiknum og hefðu getað bætt við öðru marki með smá heppni. Eftir það komust Hattarmenn meira inn í leikinn og fengu dauðafæri á síðustu mínútu hálfleiksins þegar einn leikmaður þeirra slapp einn í gegnum vörn Magna og reyndi að leika á Loga Ásbjörnsson í markinu en það heppnaðist ekki betur en það að hann missti boltann of langt frá sér og rúllaði hann aftur fyrir endamörk, útspark.

Magnamenn gerðu tvær skiptingar í hálfleik og það var sem liðið væri ekki búið að aðlaga sig að því þegar Hattarmenn skoruðu eftir hornspyrnu á 51. mínútu. Vilmar Freyr Sævarsson stökk einn og óvaldaður upp í teignum og skoraði með skalla. Hattarmenn voru mjög hættulegir í föstum leikatriðum, fengu margar hornspyrnur og beittu einnig löngum innköstum og skapaðist oft hætta upp við mark Magna.

Höttur fékk dauðafæri eftir eina hornspyrnuna, þar sem boltinn datt fyrir fætur leikmanns Hattar við markteiginn fyrir miðju marki en hann þrumaði boltanum beint á Loga í markinu sem varði glæsilega.

Lokatölur leiksins 1-1 og geta Magnamenn verið ánægðari með stigið heldur en Höttur sem fékk ívið fleiri marktækifæri í leiknum.
Fótbolti.net, Akureyri - Guðmundur Sæmundsson.
Athugasemdir
banner
banner
banner