Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. ágúst 2012 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ferguson: Notuðum Persie ekki nóg - Dómarinn ekki góður
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson var óánægður með tap sinna manna gegn Everton í gær og segir að Robin van Persie, sem lék 25 mínútur í leiknum, hafi ekki verið notaður nægilega mikið af samherjum sínum.

Marouane Fellaini skoraði eina mark leiksins með skalla en hann var valinn maður leiksins að leik loknum.

,,Við ullum vonbrigðum í sóknarleiknum, okkur tókst sjaldan að klára sóknirnar okkar," sagði Ferguson.

,,Við spiluðum of mikið í kringum Van Persie, komum honum ekki í færi. Þegar Robin er í liðinu þínu þá verðuru að nýta hæfileika hans, við gerðum of lítið af því.

,,Það voru nokkur augnablik þar sem við gátum jafnað. Danny Welbeck hefði getað fengið vítaspyrnu þegar Phil Jagielka stjakaði við honum í fyrri hálfleik og svo bjargaði Jagielka skoti frá Tom Cleverley á marklínunni.

,,Ég ætla ekki að gagnrýna liðið, strákarnir unnu vel og spiluðu góðan fótbolta. Þetta er erfiður völlur, sérstaklega þegar stuðningsmennirnir hafa svona mikil áhrif á dómarann."


Man Utd spilaði leikinn með aðeins tvo varnarmenn, Nemanja Vidic sem hafði ekki spilað heilan keppnisleik frá því í desember og Patrice Evra sem hefur verið orðaður burt frá félaginu í allt sumar.

Rio Ferdinand, Phil Jones, Chris Smalling og Jonny Evans voru ekki í leikmannahóp United gegn Everton og segir Ferguson ólíklegt að einhver þeirra verði klár í slaginn á sunnudaginn gegn Fulham.

,,Ég held ekki að neinn verði kominn úr meiðslum fyrir sunnudag," sagði Ferguson að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner