Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fim 14. mars 2013 23:49
Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn með fimm mörk í þremur leikjum: Er yfirvegaðri
Viðar Örn í leiknum í kvöld.
Viðar Örn í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við vorum arfaslakir í fyrri hálfleik en fínir eftir að þeir skora. Það þurfti að vekja okkur með vatnsgusu," sagði Viðar Örn Kjartansson framherji Fylkis eftir 3-1 sigur á Fjölni í Lengjubikarnum í kvöld.

,,Við vorum fínir eftir það en fram að því vorum við þvílíkt lélegir. En það endaði vel og þetta var sigur og það sýnir karakter."

,,Það voru lélegar 60-65 mínútur, það kemur fyrir. Við erum búnir að vera í erfiðu prógrammi þessa vikuna.Það má fyrirgefa það fyrst við vinnum 3-1."

Viðar Örn byrjar frábærlega með Fylki, var ða spila sinn þriðja leik í kvöld og hefur skorað í þeim öllum, í heildina fimm mörk.

,,Það er gott að geta skorað mörkin en númer eitt að vinna. Ef ég er að skora þá er það frábært líka," sagði Viðar en hvað skilar þessum árangri hans í markaskorun núna?

,,Ég veit það ekki, ég er bara yfirvegaðri. Ég er ekki búinn að breytast mikið. Ég er búinn að æfa jafnmikið, er bara yfirvegaðri, með meira sjálfstraust og hef meiri trú á sjálfum mér."

,,Fylkisliðið spilar öðruvísi en Selfoss spilaði. Það er sótt á fleiri mönnum, og það hjálpar mér. Það eru margir sem þarf að hafa gætur á frammi hjá Fylki, eins og var hjá Selfoss líka, ég á ekki svar við þessu."


Nánar er rætt við Viðar Örn í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner