Inter á eftir Guehi - Man Utd sýnir miðjumanni Chelsea áhuga - Stórlið sýna miðjumanni Lille áhuga
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
banner
   fim 14. mars 2013 23:49
Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn með fimm mörk í þremur leikjum: Er yfirvegaðri
Viðar Örn í leiknum í kvöld.
Viðar Örn í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við vorum arfaslakir í fyrri hálfleik en fínir eftir að þeir skora. Það þurfti að vekja okkur með vatnsgusu," sagði Viðar Örn Kjartansson framherji Fylkis eftir 3-1 sigur á Fjölni í Lengjubikarnum í kvöld.

,,Við vorum fínir eftir það en fram að því vorum við þvílíkt lélegir. En það endaði vel og þetta var sigur og það sýnir karakter."

,,Það voru lélegar 60-65 mínútur, það kemur fyrir. Við erum búnir að vera í erfiðu prógrammi þessa vikuna.Það má fyrirgefa það fyrst við vinnum 3-1."

Viðar Örn byrjar frábærlega með Fylki, var ða spila sinn þriðja leik í kvöld og hefur skorað í þeim öllum, í heildina fimm mörk.

,,Það er gott að geta skorað mörkin en númer eitt að vinna. Ef ég er að skora þá er það frábært líka," sagði Viðar en hvað skilar þessum árangri hans í markaskorun núna?

,,Ég veit það ekki, ég er bara yfirvegaðri. Ég er ekki búinn að breytast mikið. Ég er búinn að æfa jafnmikið, er bara yfirvegaðri, með meira sjálfstraust og hef meiri trú á sjálfum mér."

,,Fylkisliðið spilar öðruvísi en Selfoss spilaði. Það er sótt á fleiri mönnum, og það hjálpar mér. Það eru margir sem þarf að hafa gætur á frammi hjá Fylki, eins og var hjá Selfoss líka, ég á ekki svar við þessu."


Nánar er rætt við Viðar Örn í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner