Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fim 14. mars 2013 23:49
Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn með fimm mörk í þremur leikjum: Er yfirvegaðri
Viðar Örn í leiknum í kvöld.
Viðar Örn í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við vorum arfaslakir í fyrri hálfleik en fínir eftir að þeir skora. Það þurfti að vekja okkur með vatnsgusu," sagði Viðar Örn Kjartansson framherji Fylkis eftir 3-1 sigur á Fjölni í Lengjubikarnum í kvöld.

,,Við vorum fínir eftir það en fram að því vorum við þvílíkt lélegir. En það endaði vel og þetta var sigur og það sýnir karakter."

,,Það voru lélegar 60-65 mínútur, það kemur fyrir. Við erum búnir að vera í erfiðu prógrammi þessa vikuna.Það má fyrirgefa það fyrst við vinnum 3-1."

Viðar Örn byrjar frábærlega með Fylki, var ða spila sinn þriðja leik í kvöld og hefur skorað í þeim öllum, í heildina fimm mörk.

,,Það er gott að geta skorað mörkin en númer eitt að vinna. Ef ég er að skora þá er það frábært líka," sagði Viðar en hvað skilar þessum árangri hans í markaskorun núna?

,,Ég veit það ekki, ég er bara yfirvegaðri. Ég er ekki búinn að breytast mikið. Ég er búinn að æfa jafnmikið, er bara yfirvegaðri, með meira sjálfstraust og hef meiri trú á sjálfum mér."

,,Fylkisliðið spilar öðruvísi en Selfoss spilaði. Það er sótt á fleiri mönnum, og það hjálpar mér. Það eru margir sem þarf að hafa gætur á frammi hjá Fylki, eins og var hjá Selfoss líka, ég á ekki svar við þessu."


Nánar er rætt við Viðar Örn í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner