Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
   fim 14. mars 2013 23:49
Hafliði Breiðfjörð
Viðar Örn með fimm mörk í þremur leikjum: Er yfirvegaðri
Viðar Örn í leiknum í kvöld.
Viðar Örn í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Við vorum arfaslakir í fyrri hálfleik en fínir eftir að þeir skora. Það þurfti að vekja okkur með vatnsgusu," sagði Viðar Örn Kjartansson framherji Fylkis eftir 3-1 sigur á Fjölni í Lengjubikarnum í kvöld.

,,Við vorum fínir eftir það en fram að því vorum við þvílíkt lélegir. En það endaði vel og þetta var sigur og það sýnir karakter."

,,Það voru lélegar 60-65 mínútur, það kemur fyrir. Við erum búnir að vera í erfiðu prógrammi þessa vikuna.Það má fyrirgefa það fyrst við vinnum 3-1."

Viðar Örn byrjar frábærlega með Fylki, var ða spila sinn þriðja leik í kvöld og hefur skorað í þeim öllum, í heildina fimm mörk.

,,Það er gott að geta skorað mörkin en númer eitt að vinna. Ef ég er að skora þá er það frábært líka," sagði Viðar en hvað skilar þessum árangri hans í markaskorun núna?

,,Ég veit það ekki, ég er bara yfirvegaðri. Ég er ekki búinn að breytast mikið. Ég er búinn að æfa jafnmikið, er bara yfirvegaðri, með meira sjálfstraust og hef meiri trú á sjálfum mér."

,,Fylkisliðið spilar öðruvísi en Selfoss spilaði. Það er sótt á fleiri mönnum, og það hjálpar mér. Það eru margir sem þarf að hafa gætur á frammi hjá Fylki, eins og var hjá Selfoss líka, ég á ekki svar við þessu."


Nánar er rætt við Viðar Örn í sjónvarpinu að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner