Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 19. október 2004 12:39
Magnús Már Einarsson
Hafa fengið 58 mörk á sig í tveimur leikjum
Mynd: Magnús Már Einarsson
Belgíska liðið FC Wijtschale er orðið að þjóðargríni en B lið liðsins hefur fengið 58 mörk á sig í tveimur leikjum. B liðið tapaði 28-0 fyrir Zillebeke um síðustu helgi og um þarsíðustu helgi fékk liðið 30 mörk á sig.

Staðarblaðið Het Laatste Nieuws hefur reiknað það út að það líða þrjár mínútur og sex sekúndur á milli marka sem að B lið Witjschale fær á sig. Þrátt fyrir að hafa aðeins skorað fjögur mörk og fengið á sig 139 mörk í fyrstu átta leikjum tímabilsins þá ætla leikmenn liðsins ekki að gefast upp.

Mars Elslanger talsmaður félagsins sagði ,,Þeir elska fótbolta og önnur lið hrósa þeim fyrir liðsandann"

A liðið hjá FC Wijtschale hefur náð aðeins betri árangri á tímabilinu en það tapaði 11-1 um síðustu helgi.
Athugasemdir
banner
banner
banner