Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 30. desember 2015 13:51
Magnús Már Einarsson
Viðar Örn eftirsóttur
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Viðar Örn Kjartansson er eftirsóttur þessa dagana en hann gæti verið á förum frá Jiangsu Sainty í Kína.

Viðar varð markakóngur í norsku úrvalsdeildinni með Valerenga árið 2014 og var mjög eftirsóttur í kjölfarið.

Í byrjun árs samdi hann við Jiangsu Sainty í Kína til þriggja ára en hann varð bikarmeistari með liðinu á dögunum.

Nýir eigendur Jiangsu gætu hins vegar skipt um erlenda leikmenn hjá félaginu. Hvert félag í Kína má einungis hafa fjóra erlenda leikmenn á leikskýrslu og nýir eigendur stefna á að fá mjög stór nöfn til félagsins. Þar á meðal var Zlatan Ibrahimovic orðaður við Jiangsu á dögunum.

Hinn 25 ára gamli Viðar gæti því verið á förum en mörg félög hafa sýnt honum áhuga undanfarið.

„Það er áhugi hér og þar í Evrópu og víða. En ég á tvö ár eftir af samning þannig þetta kemur allt i ljós í janúar," sagði Viðar við Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner