Grindavík og Keflavík eru komin áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna eftir að hafa slegið út ÍA og Gróttu í dag.
Grindavík og ÍA áttust við í Safamýri og tóku Grindvíkingar forystuna tvisvar í leiknum með mörkum frá Tinnu Hrönn Einarsdóttur.
Erna Björt Elíasdóttir gerði fyrra jöfnunarmark Skagakvenna á 57. mínútu en seinna jöfnunarmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma. Því var gripið til framlengingu þar sem hvorugu liði tókst að skora.
Í vítaspyrnukeppninni skiptust liðin á að skora þar til Katelyn Kellogg gerði sér lítið fyrir og varði tvær vítaspyrnur í röð til að senda ÍA aftur á Akranes.
Á sama tíma skoruðu Alma Rós Magnúsdóttir, Melanie Rendeiro og Saorla Miller mörk Keflavíkur í góðum sigri gegn Gróttu á Seltjarnarnesi.
Keflavík leiddi með tveimur mörkum í leikhlé en Arnfríður Auður Arnarsdóttir minnkaði muninn með marki úr vítaspyrnu á 55. mínútu.
Leikurinn var opinn allt þar til á lokamínútunum, þegar Saorla innsiglaði sigur gestanna.
Grindavík 2 - 2 ÍA
1-0 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('41)
1-1 Erna Björt Elíasdóttir ('57)
2-1 Tinna Hrönn Einarsdóttir ('80)
2-2 Markaskorara vantar ('90+)
4-3 eftir vítaspyrnukeppni
Grótta 1 - 3 Keflavík
0-1 Alma Rós Magnúsdóttir ('11 )
0-2 Melanie Claire Rendeiro ('38 )
1-2 Arnfríður Auður Arnarsdóttir ('55 , Mark úr víti)
1-3 Saorla Lorraine Miller ('89 )
Athugasemdir