Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 18. maí 2024 14:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
De Zerbi yfirgefur Brighton (Staðfest)
Mynd: EPA

Roberto De Zerbi stjóri Brighton mun yfirgefa félagið eftir síðasta leik liðsins gegn Manchester United á morgun.


De Zerbi tók við af Graham Potter þegar hann tók við Chelsea í september árið 2022. Hann stýrði liðinu í 6. sæti deildarinnar, sem er besti árangur liðsins fráupphafi.

Liðið komst í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar í ár þar sem liðið tapaði gegn Roma.

De Zerbi er talinn líklegastur til að taka við af Thomas Tuchel hjá Bayern Munchen.

„Ég er sorgmæddur að yfirgefa Brighton en ég er mjög stoltur af því sem leikmenn og starfsfólkið hefur afrekað með stuðningi allra hjá félaginu og stuðningsmannana síðustu tvö sögulegu tímabil," sagði De Zerbi.

„Að fara núna gefur mér þann kost að taka mér frí áður en ég ákveð hvað ég geri í framtíðinni."


Athugasemdir
banner
banner
banner