Mörg stór félög hafa áhuga á Mainoo - Toney og Rodrygo á óskalista Tottenham - Martínez ekki lengur varafyrirliði Villa
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 18. maí 2024 17:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Lengjudeildin
Arnar Helgi Magnússon leikmaður Njarðvíkinga
Arnar Helgi Magnússon leikmaður Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Njarðvíkingar heimsóttu Þrótt í 3.umferð Lengjudeildar karla í dag. Leikurinn fór fram á Avis vellinum í Laugardalnum og voru Njarðvíkingar fyrir leikinn með fullt hús á toppi deildarinnar. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Njarðvík

„Við getum ekki beðið um mikið betri byrjun en þetta. Búnir að vinna þrjá erfiða leiki og sérstaklega að koma hingað og eiga ekki okkar besta leik en ná samt að þrýsta fram góðan sigur." Sagði Arnar Helgi Magnússon leikmaður Njarðvíkinga eftir leikinn í dag.

„Við vitum að við getum spilað betur en stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra og klára þetta þannig." 

Njarðvíkingar hafa litið vel út í upphafi móts og varnarlínan verið þétt. Aron Snær Friðriksson hefur svo gefið liðinu mikið í markinu. 

„Hann er stór fengur fyrir okkur að fá Aron í búrið. Leikmaður með mikla reynslu úr Bestu deildinni og kemur bara með ákveðið öryggi fyrir okkur varnarmennina. Talar allan leikinn og bara ver eins og skeppna." 

Njarðvíkingar voru í brasi á síðasta tímabili og eru strax komnir með fleirri stig eftir þrjár umferðir í ár heldur en liðið var með þegar Gunnar Heiðar tók við liðinu í fyrra. 

„Góð pæling, ég held að það sé bara meira sjálfstraust í hópnum og samvinnan er miklu betri. Við erum að spila sem eitt lið og ég held að það sé kannski stærsti munurinn. Við erum bara mjög samanþjappaður hópur og gerum þetta saman." 

Nánar er rætt við Arnar Helga Magnússon leikmann Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner