Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
   lau 18. maí 2024 17:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Arnar Helgi: Stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra
Lengjudeildin
Arnar Helgi Magnússon leikmaður Njarðvíkinga
Arnar Helgi Magnússon leikmaður Njarðvíkinga
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir

Njarðvíkingar heimsóttu Þrótt í 3.umferð Lengjudeildar karla í dag. Leikurinn fór fram á Avis vellinum í Laugardalnum og voru Njarðvíkingar fyrir leikinn með fullt hús á toppi deildarinnar. 


Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Njarðvík

„Við getum ekki beðið um mikið betri byrjun en þetta. Búnir að vinna þrjá erfiða leiki og sérstaklega að koma hingað og eiga ekki okkar besta leik en ná samt að þrýsta fram góðan sigur." Sagði Arnar Helgi Magnússon leikmaður Njarðvíkinga eftir leikinn í dag.

„Við vitum að við getum spilað betur en stundum þarf maður bara að vinna þessa iðnaðarsigra og klára þetta þannig." 

Njarðvíkingar hafa litið vel út í upphafi móts og varnarlínan verið þétt. Aron Snær Friðriksson hefur svo gefið liðinu mikið í markinu. 

„Hann er stór fengur fyrir okkur að fá Aron í búrið. Leikmaður með mikla reynslu úr Bestu deildinni og kemur bara með ákveðið öryggi fyrir okkur varnarmennina. Talar allan leikinn og bara ver eins og skeppna." 

Njarðvíkingar voru í brasi á síðasta tímabili og eru strax komnir með fleirri stig eftir þrjár umferðir í ár heldur en liðið var með þegar Gunnar Heiðar tók við liðinu í fyrra. 

„Góð pæling, ég held að það sé bara meira sjálfstraust í hópnum og samvinnan er miklu betri. Við erum að spila sem eitt lið og ég held að það sé kannski stærsti munurinn. Við erum bara mjög samanþjappaður hópur og gerum þetta saman." 

Nánar er rætt við Arnar Helga Magnússon leikmann Njarðvíkur í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner