Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   lau 18. maí 2024 16:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Chelsea meistari fimmta árið í röð - Dagný á bekknum
Kvenaboltinn

Chelsea er enskur meistari fimmta árið í röð og Emma Hayes kveður því liðið með stæl en hún mun yfirgefa félagið eftir tólf ára dvöl en hún mun taka við landsliði Bandaríkjanna.


Chelsea og Man City voru jöfn að stigum fyrir umferðina en Chelsea með betri markatölu.

Liðinu tókst að bæta markatöluna heldur betur í dag. Chelsea lagði Man Utd 6-0. Man City lagði Aston Villa 2-1 en það dugði ekki til. Það var orðið ljóst fyrir umferðina hvaða lið fara í Meistaradeildina en Arsenal fylgir Chelsea og City þangað.

West Ham endar í næst neðsta sæti deildarinnar eftir 3-1 tap gegn Tottenham en aðeins eitt lið fellur en það er Bristol City sem náði aðeins í sex stig.

Dagný Brynjarsdóttir var á bekknum í dag hjá West Ham en hefur verið fjarverandi allt tímabilið þar sem hún eignaðist sitt annað barn í febrúar á þessu ári.


Stöðutaflan England England - konur
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Chelsea W 22 19 3 0 56 13 +43 60
2 Arsenal W 22 15 3 4 62 26 +36 48
3 Manchester Utd W 22 13 5 4 41 16 +25 44
4 Manchester City W 22 13 4 5 49 28 +21 43
5 Brighton W 22 8 4 10 35 41 -6 28
6 Aston Villa W 22 7 4 11 32 44 -12 25
7 Liverpool W 22 7 4 11 22 37 -15 25
8 Everton W 22 6 6 10 24 32 -8 24
9 West Ham W 22 6 5 11 36 41 -5 23
10 Leicester City W 22 5 5 12 21 37 -16 20
11 Tottenham W 22 5 5 12 26 44 -18 20
12 Crystal Palace W 22 2 4 16 20 65 -45 10
Athugasemdir
banner