Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
   lau 18. maí 2024 16:52
Stefán Marteinn Ólafsson
Gunnar Heiðar: Við erum stórhættulegir í skyndisóknum
Lengjudeildin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkur
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Njarðvíkingar heimsóttu Þrótt í 3.umferð Lengjudeildar karla í dag. Leikurinn fór fram á Avis vellinum í Laugardalnum og voru Njarðvíkingar fyrir leikinn með fullt hús á toppi deildarinnar. 

Lestu um leikinn: Þróttur R. 0 -  1 Njarðvík

„Það er ekki hægt að byrja betur, allavega ekki það sem ég kann allavega í þessum fótbolta þá eru bara þrjú stig fyrir að vinna leiki." Sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari Njarðvíkinga ánægður með fullt hús og fullkomna byrjun á mótinu. 

„Þetta er búið að vera frábært. Ótrúlega stoltur af strákunum hérna að koma á þennan erfiða útivöll og spilum á móti góðu fótboltaliði sem að vill spila fótbolta eins og við. Þannig þetta var svolítið 'neck in neck' fannst mér." 

„Við vorum ívið betri í fyrri hálfleik fannst mér. Við hefðum átt að skora úr þessum færum, dauðafærum sem við fengum og það hefði kannski breytt myndinni eitthvað." 

„Í seinni hálfleik voru þeir aðeins ofan á fannst mér. Mér fannst þeir svona vera aðeins líklegri en svo veit ég það að við erum stór hættulegir í skyndisóknum og við skorum upp úr því. Við vorum fjórir á móti einum, andskotinn hafi það ef við skorum ekki úr því en það var ljúft að sjá hann inni."

Njarðvíkingar fá ÍBV í heimsókn í næstu umferð og verður það í fyrsta skiptið sem Gunnar Heiðar mætir sínu uppeldisfélagi.

„Ég get alveg viðurkennt það að þetta verður mjög sérstakt að vera í hinumeginn á vellinum á móti ÍBV. Það verður mjög skrítið og ég hef aldrei gert það á ævinni og er aðeins búin að vera hugsa um þetta síðustu daga að það fer að styttast í þetta og þetta verður erfitt fyrir mig, ég get alveg viðurkennt það." 

Nánar er rætt við Gunnar Heiðar Þorvaldsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner