Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 19:00
Elvar Geir Magnússon
Langbesta lið deildarinnar
Miron Muslic hrósar Leeds.
Miron Muslic hrósar Leeds.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leeds tryggði sér toppsæti Championship-deildarinnar með því að vinna 2-1 útisigur gegn Plymouth í lokaumferðinni í dag. Manor Solomon skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.

Örlög þessara liða voru heldur betur ólík því Plymouth féll úr deildinni. Miron Muslic, stjóri Plymouth, segist þó gríðarlega stoltur af sínu liði eftir leikinn í dag.

„Ég er stoltur, mjög stoltur. Við vorum að mæta langbesta liði deildarinnar og þeir áttu í erfiðleikjum með að brjóta okkur. Það sýnir góðan anda og karakter í mínu liði," segir Muslic.

„Skylda okkar í dag var að gefa allt í verkefnið, við spiluðum fyrir Plymouth Argyle og stuðningsmennina. Þetta var öflug frammistaða."

„Það er ástæða fyrir því að Leeds er meistari. Þeir eru miskunnarlausir. Ég óska Leeds til hamingju með framúrskarandi tímabil. Þeir eru verðskuldaðir meistarar. Ég óska kollega mínum Daniel Farke til hamingju."
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leeds 46 29 13 4 95 30 +65 100
2 Burnley 46 28 16 2 69 16 +53 100
3 Sheffield Utd 46 28 8 10 63 36 +27 90
4 Sunderland 46 21 13 12 58 44 +14 76
5 Coventry 46 20 9 17 64 58 +6 69
6 Bristol City 46 17 17 12 59 55 +4 68
7 Blackburn 46 19 9 18 53 48 +5 66
8 Millwall 46 18 12 16 47 49 -2 66
9 West Brom 46 15 19 12 57 47 +10 64
10 Middlesbrough 46 18 10 18 64 56 +8 64
11 Swansea 46 17 10 19 51 56 -5 61
12 Sheff Wed 46 15 13 18 60 69 -9 58
13 Norwich 46 14 15 17 71 68 +3 57
14 Watford 46 16 9 21 53 61 -8 57
15 QPR 46 14 14 18 53 63 -10 56
16 Portsmouth 46 14 12 20 58 71 -13 54
17 Oxford United 46 13 14 19 49 65 -16 53
18 Stoke City 46 12 15 19 45 62 -17 51
19 Derby County 46 13 11 22 48 56 -8 50
20 Preston NE 46 10 20 16 48 59 -11 50
21 Hull City 46 12 13 21 44 54 -10 49
22 Luton 46 13 10 23 45 69 -24 49
23 Plymouth 46 11 13 22 51 88 -37 46
24 Cardiff City 46 9 17 20 48 73 -25 44
Athugasemdir
banner