
„Þetta var erfiður leikur fyrir okkur. Völsungur gerði þetta erfitt fyrir okkur, en þrjú stig og var markmiðið okkar fyrir þennan leik,'' segir Marc McAusland, fyrirliði ÍR, eftir 1-0 sigur gegn Völsungi í fyrstu umferð Lengjudeildarinnar.
Lestu um leikinn: ÍR 1 - 0 Völsungur
„Það er mikilvægt að byrja vel, það eru ekki margir leikir. Maður vill byrja tímabilið vel og það er ekki hægt að byrja það betur enn að vera með þrjú stig eftir fyrsta leik,''
McAusland tók ekki þátt í Mjólkurbikarleiknum gegn Þór og var hann í útlöndum á meðan.
„Kona mín varð 40 ára og krakkarnir voru í páskafríi. Ég talaði við Jóhann um það í fyrra. Á þeim tímapunkti var ekki búið að ákveða hvenær bikarinn væri spilaður. Ég er orðinn 36 ára og þetta er mitt seinasta tímabil. Þegar maður kemur að lok ferils, þá er fjölskylda miklu mikilvægari. Ég myndi gera þessa ákvörðun aftur ef það kæmi til þess,''
ÍR var spáð í 7. sæti hjá fyrirliðum og þjálfurum í ár.
„Ég skil það vel, við vorum spáðir í 11. sæti í fyrra og við afsönnuðum það. Við ætlum að gera það aftur í ár,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.