
„Að mörgu leyti góður leikur, hann var jafn fannst mér. Mér fannst við heilt yfir ná að loka vel á þeirra helstu vopn sóknarlega og við sköpuðum ágætis hættur af og til. Við áttum skot í slá og fengum dauðafæri hérna í byrjun eftir að við fengum á okkur markið og fengum góða stöðu hérna í seinni hálfleik til þess að jafna leikinn. Mér fannst svona miðað við stöður og svoleiðis hefði kannski alveg mátt fara jafntefli þessi leikur." sagði Donni þjálfari Tindastóls eftir 1-0 tap gegn Þrótti í dag í 4. umferð Bestu deildar kvenna.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 0 Tindastóll
Freyja Karín Þorvarðardóttir framherji Þróttar skoraði eina mark leiksins eftir 28 sekúndur.
„Bara svekktur, ég var nú varla bara tilbúinn af því að leikurinn var varla byrjaður. Þetta var ótrúlega leiðinlegt en eftir það þá svöruðum við þeim vel og fengum dauðafæri. Mér fannst við stjórna ágætlega leiknum með og án bolta í fyrri hálfleik án þess þó að ná að skapa einhverjar sérstakar hættur þar. En við náðum svo að skapa góðar hættur í seinni hálfleik, svona tvisvar þrisvar en aftur á móti fannst mér Þróttur bara ekki skapa neitt sem ég man eftir. "
Viðtalið við Donna má sjá í heild í spilaranum hér að ofan.